Fara beint í efnið

Prentað þann 22. des. 2024

Stofnreglugerð

775/2004

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 3051/95 um öryggisstjórnun á ekjufarþegaskipum.

1. gr.

Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 1970/2002 frá 4. nóvember 2002 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 3051/95 um öryggisstjórnun á ekjufarþegaferjum, sem vísað er til í EES viðbæti nr. 56c í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2003 frá 16. maí 2003um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans, sbr. og augl. nr. 574/1996 og rg. 594/2004 (10. gr. reglugerðar EB, nr. 2099/2002).

2. gr.

Reglugerðin og ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2003,sbr. 1. gr., sem birt hefur verið í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 39, dags. 31. júlí 2003 (bls. 18), eru birtar sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í lögum um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi.

Samgönguráðuneytinu, 2. september 2004.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.