Fara beint í efnið

Prentað þann 24. nóv. 2024

Breytingareglugerð

767/2017

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

1. gr.

Á eftir 5. mgr. 52. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein, svohljóðandi:

Með reglugerð þessari er innleidd ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2016/1945/ESB um jafngildi milli flokka ökuskírteina sem tekin var upp í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 61/2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti Stjórnartíðinda Evrópusambandsins nr. 40 frá 29. júní 2017, bls. 1-101.

2. gr.

Reglugerð þessi sem sett er með heimild í 1. mgr. 52. gr. og 1. mgr. 54. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 17. ágúst 2017.

F. h. r.

Sigurbergur Björnsson.

Valgerður B. Eggertsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.