Prentað þann 10. apríl 2025
763/2012
Reglugerð um breytingar á skrám yfir sóttvarnarstöðvar vegna fiskeldisdýra.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 1/2010 frá 30. janúar 2010 öðlast eftirfarandi EB-gerð gildi hér á landi:
Tilskipun ráðsins 2008/73/EB um að einfalda málsmeðferð að því er varðar skrásetningu og birtingu upplýsinga á sviði heilbrigðis dýra og dýraafurða og dýraræktar og breytingu á tilskipunum 64/432/EBE, 77/504/EBE, 88/407/EBE, 88/661/EBE, 89/361/EBE, 89/556/EBE, 90/426/EBE, 90/427/EBE, 90/428/EBE, 90/429/EBE, 90/539/EBE, 91/68/EBE, 91/496/EBE, 92/35/EBE, 92/65/EBE, 92/66/EBE, 92/119/EBE, 94/28/EB, 2000/75/EB, ákvörðun 2000/258/EB og tilskipunum 2001/89/EB, 2002/60/EB og 2005/94/EB.
2. gr.
Tilskipun ráðsins nr. 2008/73/EB er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68 frá 15. desember 2011, bls. 164.
3. gr.
Reglugerð þessi gildir einungis um breytingar á tilskipun 91/496/EBE í tilvikum er varða flutning fiskeldisdýra og erfðaefnis þeirra.
4. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við 6. og 22. gr. laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
5. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer skv. XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, með síðari breytingum og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum.
6. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, lögum nr. 55/1998 um sjávarafurðir, með síðari breytingum, lögum nr. 54/1990 um innflutning dýra, með síðari breytingum og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 17. september 2012.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.