Fara beint í efnið

Prentað þann 21. jan. 2022

Stofnreglugerð

757/2011

Reglugerð um styrk úr Atvinnuleysistryggingasjóði til fjölgunar atvinnutækifæra.

1. gr.

Reglugerð þessi gildir um veitingu styrks úr Atvinnuleysistryggingasjóði til atvinnuleitenda sem eiga rétt á atvinnuleysisbótum á grundvelli 17. eða 22. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, og fengu greiddar atvinnuleysisbætur 1. júlí 2011 á grundvelli ákvæða til bráðabirgða V eða VI við lögin.

2. gr.

Styrkurinn skal nema mismun greiddra atvinnuleysisbóta á grundvelli 17. eða 22. gr. laganna um atvinnuleysistryggingar og þeirra atvinnuleysisbóta sem atvinnuleitandi hefði ella átt rétt á samkvæmt 17. eða 22. gr. laganna og ákvæðum til bráðabirgða V eða VI við lögin er féllu úr gildi 30. júní 2011. Auk þess skal greitt úr Atvinnuleysistryggingasjóði sem nemur 8% af styrkfjárhæð til hlutaðeigandi lífeyrissjóðs atvinnuleitanda. Þessi styrkur skal greiddur samhliða atvinnuleysisbótum atvinnuleitanda á grundvelli 17. eða 22. gr. laganna.

Styrkur skv. 1. mgr. skal greiddur út 1. ágúst 2011.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 63. og 64. gr. laga nr. 54/2006, um atvinnuleysistryggingar, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Velferðarráðuneytinu, 26. júlí 2011.

Guðbjartur Hannesson.

Anna Lilja Gunnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.