Fara beint í efnið

Prentað þann 10. nóv. 2024

Breytingareglugerð

748/2016

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 916/2012 um merkingar búfjár.

1. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist nýr töluliður nr. 28, sem orðast svo:

MARK: Miðlægt tölvukerfi sem heldur utan um merkingar búfjár.

2. gr.

2. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar fellur brott.

3. gr.

Við 11. gr. reglugerðarinnar bætast tveir nýir málsliðir, sem orðast svo: Örmerki skulu viðurkennd af Matvælastofnun. Söluaðilar mega eingöngu selja örmerki í hross til aðila sem hafa leyfi til örmerkinga hrossa.

4. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 17. gr. reglugerðarinnar:

  1. 2. mgr. orðast svo: Allir umráðamenn búfjár og söluaðilar viðurkenndra merkja fyrir búfé skulu verða skráðir í MARK.
  2. Ný málsgrein sem verður 3. mgr. orðast svo: Í MARK skal skrá pöntun og sölu einstaklingsmerkja til umráðamanna búfjár og viðurkenndra merkingarmanna og upplýsingar um einstaklingsnúmer keyptra merkja.

5. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 13. gr. laga nr. 38/2013 um búfjárhald, lögum nr. 66/1998 um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr, lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim og 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli. Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 19. ágúst 2016.

Gunnar Bragi Sveinssonsjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Rebekka Hilmarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.