Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 23. nóv. 2024

Reglugerð með breytingum síðast breytt 1. sept. 2022

741/2019

Reglugerð um veiðar á sæbjúgum.

1. gr. Almennt um veiðar á sæbjúgum.

Allar veiðar á sæbjúgum í fiskveiðilandhelgi Íslands eru óheimilar, nema skipum sem hafa aflamark í sæbjúgum, sbr. ákvæði laga um stjórn fiskveiða.

2. gr. Svæðaskipting veiða á sæbjúgum.

Skipum sem hafa aflamark í sæbjúgum er heimilt að veiða sæbjúgu á þeim tilteknu svæðum sem aflamarkið er bundið við (fylgiskjöl 1 og 2):

A. Vestfirðir, Norður-Aðalvíkursvæði:

  1. 66°00,00 N – 23°00,00 V
  2. 66°30,00 N – 24°00,00 V
  3. 66°30,00 N – 23°00,00 V
  4. 66°00,00 N – 23°00,00 V

B. Vestfirðir, miðsvæði:

  1. 66°00,00 N – 23°00,00 V
  2. 66°00,00 N – 25°00,00 V
  3. 66°30,00 N – 25°00,00 V
  4. 66°30,00 N – 24°00,00 V
  5. 66°00,00 N – 23°00,00 V

Lokun innan Önundarfjarðar:

  1. 66°04,35 N – 23°33,96 V
  2. 66°02,53 N – 23°35,47 V

C. Vestfirðir, suðursvæði:

  1. 65°30,00 N – 23°00,00 V
  2. 65°30,00 N – 25°00,00 V
  3. 66°00,00 N – 25°00,00 V
  4. 66°00,00 N – 23°00,00 V
  5. 65°30,00 N – 23°00,00 V

Lokun innan Dýrafjarðar:

  1. 65°55,00 N – 23°35,86 V
  2. 65°53,76 N – 23°38,18 V

Lokun innan Arnarfjarðar:

  1. 65°46,17 N – 23°37,81 V
  2. 65°42,76 N – 23°40,62 V

Lokun innan Tálkna- og Patreksfjarðar:

  1. 65°40,72 N – 24°01,73 V
  2. 65°38,85 N – 24°04,81 V
  3. 65°36,46 N – 24°09,60 V

D. Utanverður Breiðafjörður:

  1. 64°50,00 N – 23°12,00 V
  2. 64°50,00 N – 25°00,00 V
  3. 65°30,00 N – 25°00,00 V
  4. 65°30,00 N – 23°38,45 V
  5. 65°26,85 N – 23°38,75 V
  6. 65°00,00 N – 23°12,00 V
  7. 64°50,00 N – 23°12,00 V

E. Faxaflói:

  1. 64°02,00 N – 22°18,00 V
  2. 64°02,00 N – 23°00,00 V
  3. 64°21,00 N – 23°00,00 V
  4. 64°21,00 N – 22°18,00 V
  5. 64°02,00 N – 22°18,00 V

F. Austurland, norðursvæði:

  1. 65°00,00 N – 13°00,00 V
  2. 65°00,00 N – 15°00,00 V
  3. 65°30,00 N – 15°00,00 V
  4. 65°30,00 N – 13°00,00 V
  5. 65°00,00 N – 13°00,00 V

Lokun innan fjarða á Austurlandi, norðursvæði:

  1. 65°21,82 N – 13°42,57 V
  2. 65°16,25 N – 13°34,47 V
  3. 65°10,00 N – 13°30,80 V
  4. 65°04,70 N – 13°29,60 V
  5. 64°48,10 N – 13°50,30 V
  6. 64°44,61 N – 13°56,74 V
  7. 64°39,44 N – 14°15,21 V

G. Austurland, miðsvæði:

  1. 64°40,00 N – 13°00,00 V
  2. 64°40,00 N – 15°00,00 V
  3. 65°00,00 N – 15°00,00 V
  4. 65°00,00 N – 13°00,00 V
  5. 64°40,00 N – 13°00,00 V

H. Austurland, suðursvæði:

  1. 64°20,00 N – 13°00,00 V
  2. 64°20,00 N – 15°00,00 V
  3. 64°40,00 N – 15°00,00 V
  4. 64°40,00 N – 13°00,00 V
  5. 64°20,00 N – 13°00,00 V

Ekki er heimilt að veiða með fleiri en tveimur plógum samstundis á veiðisvæðum sem skilgreind eru í þessu ákvæði.

3. gr. Tilraunaveiðileyfi.

Þrátt fyrir ákvæði 1. gr. er ráðherra heimilt að veita tímabundin leyfi til tilraunaveiða á sæbjúgum utan veiðisvæða sem skilgreind eru í 2. gr. í samræmi við 13. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands. Í umsókn um tilraunaveiðar skal umsækjandi tilgreina meðal annars heiti skips, veiðitímabil og á hvaða tilkynningarskylda reit hann hyggst veiða (fylgiskjal 3). Leyfi til tilraunaveiða eru veitt að fenginni umsögn Hafrannsóknastofnunar, rannsókna- og ráðgjafarstofnunar hafs og vatna. Sama skip getur einungis haft eitt virkt tilraunaveiðileyfi til að veiða sæbjúgu og skal gildistími þess ekki vera lengri en þrír mánuðir. Sé sótt um nýtt tilraunaveiðleyfi fellur hið fyrra úr gildi við útgáfu þess nýja.

Heimilt er að binda leyfi til tilraunaveiða tilteknum skilyrðum, svo sem um hámarksafla, eftirliti Hafrannsóknastofnunar eða Fiskistofu með veiðunum, gerð plógs, greiningu afla og skýrsluskil til Hafrannsóknastofnunar.

Ráðherra er heimilt að afturkalla tímabundið leyfi til tilraunaveiða sé ekki farið að skilyrðum leyfisins.

4. gr. Lokanir svæða á hrygningartíma.

Á hrygningartíma sæbjúgna eru veiðar óheimilar, sem hér segir:

  1. Frá 1. maí til og með 30. júní á svæði milli lína réttvísandi vestur frá Reykjanesvita (63°48,00′ N og 22°41,90′ V) og norður frá Skagatá (66°07,20′ N og 20°05,90′ V).
  2. Frá 1. júní til og með 31. júlí á svæði milli lína réttvísandi norður frá Skagatá (66°07,20′ N og 20°05,90′ V) og réttvísandi austur frá Glettinganesi (65°30,50′ N og 13°36,30′ V).
  3. Frá 1. júní til og með 31. júlí á svæði milli lína réttvísandi austur frá Glettinganesi (65°30,50′ N og 13°36,30′ V) og réttvísandi vestur frá Reykjanesvita (63°48,00′ N og 22°41,90′ V).

5. gr. Veiðarfæri.

Við veiðar á sæbjúgum skal plógstærð ekki fara yfir 2,5 m og lágmarksmöskvastærð netpoka skal vera 80 mm. Við mælingar á möskvum gilda ákvæði gildandi reglugerðar um möskvamæla og framkvæmd möskvamælinga.

Ekki er heimilt að veiða á fleiri en einu veiðisvæði í hverri veiðiferð.

6. gr. Vigtun.

Við vigtun og skráningu á sæbjúgum gilda ákvæði reglugerðar nr. 745/2016, um vigtun og skráningu sjávarafla. Skipstjóri skal gefa upp veiðisvæði, sbr. 2. gr. við vigtun afla á hafnarvog.

7. gr. Stjórnsýsluviðurlög.

Fiskistofu er heimilt að svipta skip leyfi til veiða í atvinnuskyni vegna brota á ákvæðum laga og reglugerða, sem lúta að stjórn veiða og nýtingu nytjastofna, sbr. lög nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, lög nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og lög nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.

8. gr. Viðurlög.

Brot á reglugerð þessari varða viðurlögum samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum, IV. kafla laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar.

9. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er gefin út með stoð í lögum nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Reglugerðin öðlast þegar gildi. Við gildistöku reglugerðarinnar fellur úr gildi reglugerð nr. 795/2013 um veiðar á sæbjúgum.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.