Fara beint í efnið

Prentað þann 21. nóv. 2024

Stofnreglugerð

698/2006

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um tilfærslu flutninga- og farþegaskipa milli skipaskráa innan sambandsins.

1. gr.

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 789/2004 frá 21. apríl 2004 um tilfærslu flutninga- og farþegaskipa frá einni skipaskrá til annarrar innan Bandalagsins og um að fella úr gildi reglugerð ráðsins (EBE) nr. 613/91, sem vísað er til í 56q í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 153/2004 frá 29. október 2004 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, skal öðlast gildi hér á landi með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans.

2. gr.

Reglugerðin er birt sem fylgiskjal með reglugerð þessari.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 1. mgr. 1. gr. laga um skráningu skipa nr. 115/1985 með síðari breytingum og 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum nr. 47/2003, öðlast þegar gildi. Jafnframt fellur úr gildi auglýsing nr. 574/1993 um gildistöku ákvæða er leiða af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið vegna tilfærslu skipa frá einni skipaskrá til annarrar innan svæðisins.

Samgönguráðuneytinu, 24. júlí 2006.

Sturla Böðvarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.