Prentað þann 22. nóv. 2024
686/2020
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 550/2008, um flutning líflamba milli landsvæða.
1. gr.
Á eftir 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein ásamt fyrirsögn, svohljóðandi, og breytist númeraröð annarra greina í samræmi við það:
Flutningur líflamba á milli líflambasölusvæða.
Óheimilt er að flytja líflömb milli líflambasölusvæða.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 25/1993, um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 18. júní 2020.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Ása Þórhildur Þórðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.