Fara beint í efnið

Prentað þann 27. jan. 2022

Breytingareglugerð

684/2005

Reglugerð um breytingu á reglugerð um fæðubótarefni, nr. 624/2004.

1. gr.

Orðin: „á sama sjónsviði og heiti vörunnar“ í 1. tl. 5. gr. reglugerðarinnar falli brott.

2. gr.

Í stað orðanna: „fer samkvæmt ákvæðum reglugerðar um hollustuhætti“ í 7. gr. reglugerðarinnar komi: fer samkvæmt reglugerð um matvælaeftirlit og hollustuhætti við framleiðslu og dreifingu matvæla, nr. 522/1994.

3. gr.

9. gr. orðist svo:

Þegar vara, sem fellur undir ákvæði þessarar reglugerðar, er markaðssett í fyrsta sinn skulu innlendir framleiðendur eða innflutningsaðilar tilkynna það til Umhverfisstofnunar á þar til gerðum eyðublöðum og afhenda eintak af merkimiðanum sem fylgir vörunni.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum um matvæli nr. 93/1995 sbr. og lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, með síðari breytingum og með hliðsjón af tilskipun 2002/46/EB sem vísað er til í 54zzi. tl., XII. kafla, II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Reglugerðin öðlast gildi við birtingu.

Umhverfisráðuneytinu, 1. júlí 2005.

F. h. r.

Magnús Jóhannesson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.