Fara beint í efnið

Prentað þann 26. des. 2024

Stofnreglugerð

675/2014

Reglugerð um innleiðingu EES-gerða vegna flutninga á sjó.

1. gr. Innleiðing á EES-gerðum.

Með reglugerð þessari eru eftirfarandi EES-gerðir innleiddar í íslenskan rétt:

  1. Ákvörðun ráðsins 83/573/EBE frá 26. október 1983, um gagnaaðgerðir á sviði alþjóðlegra kaupsiglinga, sem vísað er til í 59. tölul. V. hluta (flutningar á sjó) XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Ákvörðunin er birt í sérriti 40, sbr. auglýsingu nr. 31/1993, bls. 500.
  2. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 4055/86 frá 22. desember 1986, um beitingu meginreglunnar um frjálsa þjónustustarfsemi í flutningum á sjó milli aðildarríkja og milli aðildarríkja og landa utan bandalagsins, sbr. reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3573/90 frá 4. desember 1990, um breytingu vegna sameiningar Þýskalands, á reglugerð (EBE) nr. 4055/86, um beitingu meginreglunnar um frjálsa þjónustustarfsemi í flutningum á sjó milli aðildarríkja og milli aðildarríkja og landa utan bandalagsins, sem vísað er til í 53. tölul. V. hluta (flutningar á sjó) XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Reglugerðin er birt í sérriti 40, sbr. auglýsingu nr. 31/1993, bls. 478.
  3. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 4056/86 frá 22. desember 1986, sem setur nákvæmar reglur um beitingu 85. og 86. gr. sáttmálans gagnvart flutningum á sjó, sem vísað er til í 57. tölul. V. hluta (flutningar á sjó) XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Reglugerðin er birt í sérriti 40, sbr. auglýsingu nr. 31/1993, bls. 455.
  4. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 4058/86 frá 22. desember 1986, um samræmdar aðgerðir til að tryggja rétt til að keppa um farmflutninga í úthafssiglingum, sem vísað er til í 58. tölul. V. hluta (flutningar á sjó) XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið.
  5. Reglugerð ráðsins (EBE) nr. 3577/92 frá 7. desember 1992, um beitingu meginreglunnar um frjálsa þjónustustarfsemi í flutningum á sjó innan aðildarríkjanna (gestaflutningar á sjó), sem vísað er til í 53a. tölul. V. hluta (flutningar á sjó) XIII. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi EB nr. 5, 5. febrúar 1998, bls. 176.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með heimild í 243. gr. siglingalaga nr. 34/1985, sbr. 3. gr. laga nr. 62/1993, og öðlast þegar gildi. Við gildistöku þessarar reglugerðar fellur brott auglýsing nr. 572/1993, um gildistöku ákvæða er leiða af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið vegna flutninga á sjó.

Innanríkisráðuneytinu, 16. júní 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.