Fara beint í efnið

Prentað þann 28. jan. 2022

Breytingareglugerð

668/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 507/2007 um akstursíþróttir og aksturskeppni.

1. gr.

4. mgr. 21. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:

Lágmarksaldur miðað við ökutæki skal ákveðinn í reglum viðkomandi íþróttasambands skv. 1. mgr. 2. gr. Reglur íþróttasambands um lágmarksaldur skulu ekki vera lægri en alþjóðlegar reglur samtaka á sviði akstursíþrótta kveða á um. Viðkomandi íþróttasamband skal birta alþjóðlegar reglur um lágmarksaldur á vefsvæði sínu.

2. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 3. mgr. 41. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 2. júlí 2020.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.