Prentað þann 23. des. 2024
662/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð um könnun hjónavígsluskilyrða, nr. 55/2013.
1. gr.
Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein sem orðast svo:
Ef hjónaefni, sem hlotið hefur íslenskan ríkisborgararétt eða fengið alþjóðlega vernd hér á landi, skýrir frá því að ekki sé unnt að afla fæðingarvottorðs frá erlendu yfirvaldi samkvæmt 1. tl. 1. mgr. er könnunarmanni heimilt við sérstakar aðstæður að veita undanþágu frá því skilyrði. Hjónaefni skal þá leggja fram drengskaparvottorð sitt um að hjúskapur fari ekki gegn ákvæðum 9. og 10. gr. hjúskaparlaga.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 2. mgr. 13. gr. hjúskaparlaga, nr. 31/1993, öðlast þegar gildi.
Dómsmálaráðuneytinu, 29. júní 2020.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Haukur Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.