Prentað þann 12. nóv. 2024
652/2009
Reglugerð um nefnd Evrópusambandsins um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum.
1. gr. Markmið.
Markmið reglugerðar þessarar er að innleiða og hrinda í framkvæmd reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) og um breytingu á reglugerðum um siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum, sem hefur það að markmiði að bæta framkvæmd löggjafar á hinu Evrópska efnahagssvæði um siglingaöryggi.
2. gr. Innleiðing.
Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi eftirtaldar reglugerðir:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2099/2002 frá 5. nóvember 2002 um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) og um breytingu á reglugerðum um siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum, sem vísað er til í 56n í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 53/2003 frá 16. maí 2003 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2099/2002 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 2. apríl 2005, bls. 301 og verður hluti af reglugerð þessari.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 415/2004 frá 5. mars 2004 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2099/2002 um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) og um breytingu á reglugerðum um siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum, sem vísað er til í 56n í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 108/2004 frá 9. júlí 2004 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 415/2004 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 16 frá 31. mars 2007, bls. 182 og verður hluti af reglugerð þessari.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 93/2007 frá 30. janúar 2007 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2099/2002 um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) sem vísað er til í 56n í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 165/2007 frá 7. desember 2007 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 93/2007 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 25 frá 14. maí 2009, bls. 575 og verður hluti af reglugerð þessari.
- Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/103 frá 27. janúar 2016 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 2099/2002 um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) sem vísað er til í 56n í XIII. viðauka við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 124/2016 frá 3. júní 2016 um breytingu á XIII. viðauka (Flutningastarfsemi) við EES-samninginn, með þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. viðauka samningsins, bókun 1 um altæka aðlögun og öðrum ákvæðum hans. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/103 var birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 44, 18. ágúst 2016, bls. 441 og verður hluti af reglugerð þessari.
3. gr. Gildistaka.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 4. mgr. 1. gr. laga um eftirlit með skipum, nr. 47/2003, öðlast þegar gildi. Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð nr. 594/2004, um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um að koma á fót nefnd um öryggi á höfunum og varnir gegn mengun frá skipum (COSS) og um breytingu á reglugerðum um siglingaöryggi og varnir gegn mengun frá skipum, með síðari breytingum.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.