FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) 2021/1329
frá 10. ágúst 2021
um breytingu á framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2020/2235, (ESB) 2020/2236, (ESB) 2021/403 og (ESB) 2021/404 að því er varðar að framlengja umbreytingartímabil vegna notkunar á dýraheilbrigðisvottorðum, dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum og opinberum vottorðum sem krafist er vegna komu tiltekinna sendinga inn í Sambandið
FRAMKVÆMDASTJÓRN EVRÓPUSAMBANDSINS HEFUR,
með hliðsjón af sáttmálanum um starfshætti Evrópusambandsins,
með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 frá 9. mars 2016 um smitandi dýrasjúkdóma og um breytingu og niðurfellingu á tilteknum gerðum á sviði dýraheilbrigðis (lög um dýraheilbrigði) (1), einkum 213. gr. (2. mgr.), 224.
gr. (4. mgr.), 230. gr. (1. mgr.), 238. gr. (3. mgr.) og 239. gr. (2. mgr.), með hliðsjón af reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/625 frá 15. mars 2017 um opinbert eftirlit og aðra opinbera starfsemi sem miðar að því að tryggja að lögum um matvæli og fóður og reglum um heilbrigði og velferð dýra, plöntuheilbrigði og plöntuverndarvörur sé beitt og um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001, (EB) nr. 396/2005, (EB) nr. 1069/2009, (EB) nr. 1107/2009, (ESB) nr. 1151/2012, (ESB) nr. 652/2014, (ESB) 2016/429 og (ESB) 2016/2031, reglugerðum ráðsins (EB) nr. 1/2005 og (EB) nr. 1099/2009 og tilskipunum ráðsins 98/58/EB, 1999/74/EB, 2007/43/EB, 2008/119/EB og 2008/120/EB og um niðurfellingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 854/2004 og (EB) nr. 882/2004, tilskipunum ráðsins 89/608/EBE, 89/662/EBE, 90/425/EBE, 91/496/EBE, 96/23/EB, 96/93/EB og 97/78/EB og ákvörðun ráðsins 92/438/EBE (reglugerð um opinbert eftirlit) (2), einkum 90. gr. og 3. mgr. 126. gr.,
og að teknu tilliti til eftirfarandi:
- Í framkvæmdarreglugerðum framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 (3), (ESB) 2020/2236 (4) og (ESB) 2021/403 (5) er m.a. mælt fyrir um fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum og opinberum vottorðum sem krafist er að fylgi sendingum af dýrum og vörum við komu þessara sendinga inn í Sambandið.
Þessar framkvæmdarreglugerðir voru samþykktar innan ramma reglugerða (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625. Reglugerð
(ESB) 2016/429 og þessar þrjár framkvæmdarreglugerðir komu til framkvæmda 21. apríl 2021. - Í framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2020/2235, (ESB) 2020/2236 og (ESB) 2021/403 er kveðið á um umbreytingartímabil
vegna komu sendinga af dýrum og vörum inn í Sambandið með meðfylgjandi viðeigandi vottorð, sem krafist er vegna komu þessara sendinga inn í Sambandið, sem eru gefin út í samræmi við viðeigandi fyrirmyndir að vottorðum sem mælt er fyrir um í löggjöf Sambandsins sem var í gildi fyrir 21. apríl 2021, að því tilskildu að þau hafi verið undirrituð á viðeigandi hátt fyrir 21. ágúst 2021. Þessi vottorð skulu lesin í samræmi við umbreytingarákvæðin sem mælt er fyrir um í þessum framkvæmdarreglugerðum að því er varðar allar gerðir, sem gilda ekki lengur, sem um getur í þessum vottorðum. Þessu umbreytingartímabili lýkur 20. október 2021. - Að auki er í framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 (6) m.a. mælt fyrir um reglur er varða
fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum sem skal nota vegna komu tiltekinna sendinga af dýrum, kímefnum og afurða úr dýraríkinu inn í Sambandið frá þriðju löndum, yfirráðasvæðum eða svæðum þeirra. Í þeirri framkvæmdarreglugerð er kveðið á um umbreytingarákvæði að því er varðar komu sendinga af dýrum, kímefnum og afurðum úr dýraríkinu inn í Sambandið frá þriðju löndum, yfirráðasvæðum eða svæðum þeirra með meðfylgjandi viðeigandi vottorð, sem eru gefin út í samræmi við löggjöf Sambandsins sem var í gildi fyrir 21. apríl 2021, að því tilskildu að vottorðin hafi verið undirrituð á viðeigandi hátt fyrir 21. ágúst 2021. Þessi vottorð skulu lesin í samræmi við umbreytingarákvæðin sem mælt er fyrir um í þeirri framkvæmdarreglugerð að því er varðar allar gerðir, sem gilda ekki lengur, sem um getur í þessum vottorðum. Því aðlögunartímabili lýkur einnig 20. október 2021. - Umbreytingartímabilið sem er sem stendur kveðið á um í framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2020/2235, (ESB) 2020/2236,
(ESB) 2021/403 og (ESB) 2021/404 veitir ekki nægilegan tíma til að koma á nauðsynlegum ráðstöfunum í þriðju löndum
____________________________________________
(1) Stjtíð. ESB L 84, 31.3.2016, bls. 1.
(2) Stjtíð. ESB L 95, 7.4.2017, bls. 1.
(3) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2235 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum, fyrirmyndir að opinberum vottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af tilteknum flokkum dýra og vara og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 599/2004, framkvæmdarreglugerðum (ESB) nr. 636/2014 og (ESB) 2019/628, tilskipun 98/68/EB og ákvörðunum 2000/572/EB, 2003/779/EB og 2007/240/EB (Stjtíð. ESB L 442, 30.12.2020, bls. 1).
(4) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/2236 frá 16. desember 2020 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga innan Sambandsins á sendingum af lagardýrum og af tilteknum lagardýraafurðum og opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og um niðurfellingu á reglugerð (EB) nr. 1251/2008 (Stjtíð. ESB L 442, 30.12.2020, bls. 410).
(5) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/403 frá 24. mars 2021 um reglur um beitingu reglugerða Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 og (ESB) 2017/625 að því er varðar fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum og fyrirmyndir að dýraheilbrigðisvottorðum/opinberum vottorðum vegna komu inn í Sambandið og tilflutninga milli aðildarríkja á sendingum af tilteknum flokkum landdýra og kímefnum þeirra, opinbera vottun að því er varðar slík vottorð og niðurfellingu á ákvörðun 2010/470/ESB (Stjtíð. ESB L 113, 31.3.2021, bls. 1).
(6) Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/404 frá 24. mars 2021 um skrár yfir þriðju lönd, yfirráðasvæði eða hluta þeirra þaðan sem heimilt er að flytja inn dýr, kímefni og afurðir úr dýraríkinu til Sambandsins í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/429 (Stjtíð. ESB L 114, 31.3.2021 bls. 1).
og á yfirráðasvæðum vegna útgáfu nýrra vottorða í samræmi við löggjöf Sambandsins sem hefur verið í gildi frá 21. apríl 2021. Til samræmis við það ætti að framlengja umbreytingartímabilið sem mælt er fyrir um í þessum framkvæmdarreglugerðum til 15. mars 2022 en þá ættu nauðsynlegar ráðstafanir að vera til staðar og starfhæfar. Sú framlenging ætti að auðvelda umbreytinguna yfir í notkun á nýju vottorðunum, sem kveðið er á um í þessum fjórum framkvæmdarreglugerðum, og koma í veg fyrir ónauðsynlega röskun á viðskiptum að því er varðar komu sendinga sem falla undir gildissvið þessara framkvæmdarreglugerða inn í Sambandið. - Til að koma í veg fyrir ónauðsynlega röskun á viðskiptum og til að veita þriðju löndum og yfirráðasvæðum nægilegan tíma til að koma á nauðsynlegum ráðstöfunum vegna nýju vottunarkrafnanna sem hafa verið í gildi frá 21. apríl 2021 er því nauðsynlegt að framlengja umbreytingartímabilið, sem mælt er fyrir um í framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2020/2235, (ESB) 2020/2236, (ESB) 2021/403 og (ESB) 2021/404, til 15. mars 2022, að því tilskildu að viðkomandi vottorð sé undirritað fyrir 15. janúar 2022 af einstaklingi sem hafði heimild til að undirrita það.
- Því ætti að breyta framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2020/2235, (ESB) 2020/2236, (ESB) 2021/403 og (ESB) 2021/404 til samræmis við það.
- Í þágu réttarvissu ættu breytingarnar, sem á að gera á framkvæmdarreglugerðum (ESB) 2020/2235, (ESB) 2020/2236, (ESB) 2021/403 og (ESB) 2021/404 með þessari reglugerð, að taka gildi sem fyrst.
- Ráðstafanirnar, sem kveðið er á um í þessari reglugerð, eru í samræmi við álit fastanefndarinnar um plöntur, dýr, matvæli og fóður.
SAMÞYKKT REGLUGERÐ ÞESSA:
1. gr. Breyting á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/2235
Í stað 1. mgr. 35. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2020/2235 kemur eftirfarandi:
„1. Sendingar af afurðum úr dýraríkinu, samsettum afurðum, spírum, sem eru ætlaðar til manneldis, og fræjum, sem eru ætluð
til framleiðslu á spírum til manneldis, með meðfylgjandi viðeigandi vottorð sem er gefið út í samræmi við fyrirmyndirnar sem
mælt er fyrir um í reglugerð (ESB) nr. 28/2012 og framkvæmdarreglugerð (ESB) 2019/628 skulu samþykktar til komu inn í
Sambandið til 15. mars 2022 að því tilskildu að vottorðið hafi verið undirritað af einstaklingnum sem hafði heimild til að undirrita
það í samræmi við þá reglugerð og framkvæmdarreglugerð fyrir 15. janúar 2022.“
2. gr. Breyting á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2020/2236
Í stað 1. mgr. 10. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2020/2236 kemur eftirfarandi:
„1. Sendingar af lagardýrum og lagardýraafurðum með meðfylgjandi viðeigandi dýraheilbrigðisvottorði, sem er gefið út í
samræmi við fyrirmyndina sem mælt er fyrir um í reglugerð (EB) nr. 1251/2008, skulu samþykktar til komu inn í Sambandið til
15. mars 2022 að því tilskildu að dýraheilbrigðisvottorðið hafi verið undirritað af opinberum skoðunarmanni fyrir 15. janúar
2022.“
3. gr. Breyting á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/403
Í stað 1. mgr. 27. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2021/403 kemur eftirfarandi:
„1. Sendingar af landdýrum og kímefnum þeirra með meðfylgjandi viðeigandi vottorði, sem er gefið út í samræmi við
fyrirmyndirnar sem mælt er fyrir um í reglugerðum (EB) nr. 798/2008 og (ESB) nr. 206/2010, framkvæmdarreglugerðum (ESB)
nr. 139/2013 og (ESB) 2018/659, ákvörðunum 2006/168/EB og 2010/472/ESB, sem og í samræmi við framkvæmdarákvarðanir
2011/630/ESB, 2012/137/ESB og (ESB) 2019/294, skulu samþykktar til komu inn í Sambandið til 15. mars 2022 að því tilskildu
að vottorðið hafi verið undirritað af einstaklingi sem hafði heimild til að undirrita vottorðið í samræmi við þessar reglugerðir,
framkvæmdarreglugerðir, ákvarðanir og framkvæmdarákvarðanir fyrir 15. janúar 2022.“
4. gr. Breyting á framkvæmdarreglugerð (ESB) 2021/404
Í stað 1. mgr. 6. gr. framkvæmdarreglugerðar (ESB) 2021/404 kemur eftirfarandi:
„1. Koma sendinga til Sambandsins af dýrum, kímefnum og afurðum úr dýraríkinu frá þriðju löndum, yfirráðasvæðum eða
hlutum þeirra, sem hafa heimild til innflutnings inn í Sambandið í samræmi við eftirfarandi gerðir, ásamt meðfylgjandi viðeigandi
vottorði sem er gefið út í samræmi við þessar gerðir, skal heimiluð til 15. mars 2022, að því tilskildu að vottorðið hafi verið
undirritað af einstaklingi sem hafði heimild til að undirrita vottorðið í samræmi við þessar gerðir fyrir 15. janúar 2022:
— reglugerð (EB) nr. 798/2008,
— reglugerð (EB) nr. 1251/2008,
— reglugerð (ESB) nr. 206/2010,
— reglugerð (ESB) nr. 605/2010,
— framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 139/2013,
— framkvæmdarreglugerð (ESB) 2016/759,
— framkvæmdarreglugerð (ESB) 2018/659,
— ákvörðun 2006/168/EB,
— ákvörðun 2007/777/EB,
— ákvörðun 2008/636/EB,
— ákvörðun 2010/472/ESB,
— ákvörðun 2011/630/ESB,
— framkvæmdarákvörðun 2012/137/ESB,
— framkvæmdarákvörðun (ESB) 2019/294.“
5. gr. Gildistaka
Reglugerð þessi öðlast gildi daginn eftir að hún birtist í Stjórnartíðindum Evrópusambandsins.
Reglugerð þessi er bindandi í heild sinni og gildir í öllum aðildarríkjunum án frekari lögfestingar.
Gjört í Brussel 10. ágúst 2021.
Fyrir hönd framkvæmdastjórnarinnar,
Ursula von der Leyen
forseti.