Prentað þann 28. des. 2024
616/2012
Reglugerð um breytingu á reglugerð um skilyrði gjafsóknar og starfshætti gjafsóknarnefndar, nr. 45/2008.
1. gr.
Í stað orðanna "dóms- og kirkjumálaráðuneytinu" í 1. málsl. 1. gr. reglugerðarinnar kemur: innanríkisráðuneytinu.
Í stað orðanna "dóms- og kirkjumálaráðuneytið" í 1. málsl. 1. mgr. 3. gr. og 2. málsl. 12. gr. og "dóms- og kirkjumálaráðuneytinu" í 1. mgr. 11. gr. reglugerðarinnar kemur í viðeigandi beygingarhlutfalli: ráðuneytið.
2. gr.
2. gr. reglugerðarinnar ásamt fyrirsögn orðast svo:
2. gr.
Efni umsóknar, rökstuðningur og fylgigögn.
Í umsókn um gjafsókn skal koma fram fullt nafn, kennitala, staða og heimilisfang umsækjanda og gagnaðila. Einnig skal upplýst fyrir hvaða dómi málið er eða verður rekið og hvaða lögmaður fari með það fyrir umsækjanda.
Umsókn skal vera ítarlega rökstudd og þar skal meðal annars fjallað um:
- á hvaða gjafsóknarheimild gjafsókn er reist,
- helstu málsatvik, málsástæður og lagarök,
- hvort nægilegt tilefni sé til málshöfðunar eða málsvarnar,
- fjölskylduhagi umsækjanda og framfærslubyrði,
- hver sé áfallinn málskostnaður og hver væntanlegur málskostnaður verði, þar með talinn kostnaður við öflun matsgerðar og annarra sönnunargagna,
- hvort efnahag umsækjanda sé þannig komið að kostnaður við rekstur dómsmáls verði honum fyrirsjáanlega ofviða þegar sótt er um gjafsókn á grundvelli a-liðar 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála,
- á hvern hátt úrlausn máls hafi almenna þýðingu eða varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjenda ef sótt er um gjafsókn á grundvelli b-liðar 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála.
Með umsókn um gjafsókn skulu fylgja:
- helstu málsskjöl,
- staðfest ljósrit skattframtala umsækjanda og maka eða sambúðaraðila næstliðin tvö ár,
- gögn um tekjur umsækjanda og maka eða sambúðaraðila á því tímabili sem liðið er frá síðasta skattframtali,
- önnur gögn sem þýðingu hafa eða rökstyðja beiðni umsækjanda um gjafsókn, væntanleg kröfugerð, afstaða gagnaðila og upplýsingar um réttaraðstoðar- eða málskostnaðartryggingu ef umsækjandi nýtur slíkrar tryggingarverndar.
Þegar gjafsókn er lögbundin skal greina í umsókn þau atriði sem getur í a- og b-liðum 2. mgr. og láta fylgja með þau gögn sem rakin eru í a- og d-liðum 3. mgr.
3. gr.
Á eftir 6. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein 6. gr. a sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
6. gr. a.
Um mat á verulegri almennri þýðingu máls.
Við mat á þvi hvort gjafsókn verður veitt vegna þess að úrlausn máls hafi verulega almenna þýðingu skal m.a. höfð hliðsjón af því hvort úrlausn máls teljist mikilvæg og hafi verulega þýðingu fyrir fjölda einstaklinga og hvort dómstólar hafi áður leyst úr sambærilegu eða svipuðu málefni.
4. gr.
Á eftir 8. gr. reglugerðarinnar kemur ný grein 8. gr. a sem orðast svo ásamt fyrirsögn:
8. gr. a.
Um mat á áhrifum á atvinnu, félagslega stöðu og aðra einkahagi.
Við mat á því hvort gjafsókn verði veitt vegna þess að úrlausn máls varði verulega miklu fyrir atvinnu, félagslega stöðu eða aðra einkahagi umsækjanda skal m.a. höfð hliðsjón af því hve rík áhrif úrlausn máls getur haft á hagi hans.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað orðanna "dóms- og kirkjumálaráðuneytinu" í 1. málsl. 1. mgr. kemur: ráðuneytinu.
- 4. mgr. fellur brott.
6. gr.
Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 3. málsl. 2. mgr. 125. gr. og 1. mgr. 126. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991, sbr. 7. gr. laga nr. 72/2012, öðlast gildi 15. júlí 2012.
Innanríkisráðuneytinu, 12. júlí 2012.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.