Prentað þann 22. nóv. 2024
602/2010
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 550/2008 um flutning líflamba milli landsvæða.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
- Í stað ,,1. ágúst" í 2. mgr. kemur: 15. ágúst.
- Við 2. mgr. bætist nýr stafliður, e. liður, sem orðast svo: Kaupandi skal hafa skráð mark í samræmi við reglugerð nr. 200/1998 um búfjármörk, markaskrár og takmörkun á sammerkingum búfjár.
2. gr.
8. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Skylt er seljanda að láta meðhöndla líflömb með lyfjum gegn sníkjudýrum fyrir flutning, á þeim svæðum eða varnarhólfum þar sem slík sníkjudýr eru talin vera landlæg.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim nr. 25/1993, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 30. júní 2010.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Arnór Snæbjörnsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.