Fara beint í efnið

Prentað þann 25. jan. 2022

Breytingareglugerð

597/2015

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 544/2015 um plöntuverndarvörur.

1. gr.

Við 1. gr. bætast níu nýir töluliðir, svohljóðandi:

 1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1136/2014 frá 24. október 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 283/2013 að því er varðar umbreytingarráðstafanirnar sem gilda um málsmeðferð varðandi plöntuverndarvörur, sem vísað er til í tl. 13b í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 96/2015 frá 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 90-91.
 2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1316/2014 frá 11. desember 2014 um samþykki fyrir virka efninu Bacillus amyloliquefaciens subsp. plantarum (stofn D747), í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 og um að heimila aðildarríkjum að framlengja bráðabirgðaleyfi sem voru veitt fyrir virka efninu, sem vísað er til í tl. 13zzzzm í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2015 frá 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 67-71.
 3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1330/2014 frá 15. desember 2014 um samþykki fyrir virka efninu meptýldínókapi, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011, sem vísað er til í tl. 13zzzzn í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2015 frá 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 72-76.
 4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1334/2014 frá 16. desember 2014 um samþykki fyrir virka efninu gammasýhalótríni, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 og um að heimila aðildarríkjum að framlengja bráðabirgðaleyfi sem voru veitt fyrir virka efninu, sem vísað er til í tl. 13zzzzo í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2015 frá 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 77-81.
 5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/51 frá 14. janúar 2015 um samþykki fyrir virka efninu krómafenósíði, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 og um að heimila aðildarríkjum að framlengja bráðabirgðaleyfi sem voru veitt fyrir virka efninu, sem vísað er til í tl. 13zzzzp í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2015 frá 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 82-86.
 6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/52 frá 14. janúar 2015 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 686/2012 að því er varðar skýrslugjafaraðildarríkið fyrir virka efnið mekópróp-P, sem vísað er til í tl. 13zzze í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2015 frá 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 87.
 7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/58 frá 15. janúar 2015 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar lokadag samþykkis fyrir virka efninu tepraloxýdími, sem vísað er til í tl. 13a í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 95/2015 frá 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 88-89.
 8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/415 frá 12. mars 2015 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabilum fyrir virku efnin etefón og fenamífos, sem vísað er til í tl. 13a í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 93/2015 frá 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 61-62.
 9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/232 frá 13. febrúar 2015 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar skilyrði fyrir samþykki fyrir virka efninu koparefnasamböndum, sem vísað er til í tl. 13a í XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 94/2015 frá 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34/2015, 18. júní 2015, bls. 63-66.

2. gr.

Ákvæði til bráðabirgða orðist svo:

Plöntuverndarvörur sem fengu tímabundna skráningu skv. II. bráðabirgðaákvæði efnalaga nr. 61/2013 og innihalda virku efnin diklóbeníl, fenbútatínoxíð, gelatín, kalíjoðíð, kalíþíósýanat, parafínolíu og permetrín mega vera í sölu og dreifingu til 31. desember 2015. Notendum er veittur frestur til 31. desember 2016 til förgunar, geymslu og notkunar á viðkomandi plöntuverndarvörum.

3. gr.

Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:

 1. Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1136/2014 frá 24. október 2014 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 283/2013 að því er varðar umbreytingarráðstafanirnar sem gilda um málsmeðferð varðandi plöntuverndarvörur.
 2. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1316/2014 frá 11. desember 2014 um samþykki fyrir virka efninu Bacillus amyloliquefaciens subsp. plantarum (stofn D747), í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 og um að heimila aðildarríkjum að framlengja bráðabirgðaleyfi sem voru veitt fyrir virka efninu.
 3. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1330/2014 frá 15. desember 2014 um samþykki fyrir virka efninu meptýldínókapi, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011.
 4. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1334/2014 frá 16. desember 2014 um samþykki fyrir virka efninu gammasýhalótríni, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 og um að heimila aðildarríkjum að framlengja bráðabirgðaleyfi sem voru veitt fyrir virka efninu.
 5. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/51 frá 14. janúar 2015 um samþykki fyrir virka efninu krómafenósíði, í samræmi við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1107/2009 um setningu plöntuverndarvara á markað, og um breytingu á viðaukanum við framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 540/2011 og um að heimila aðildarríkjum að framlengja bráðabirgðaleyfi sem voru veitt fyrir virka efninu.
 6. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/52 frá 14. janúar 2015 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 686/2012 að því er varðar skýrslugjafaraðildarríkið fyrir virka efnið mekópróp-P.
 7. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/58 frá 15. janúar 2015 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar lokadag samþykkis fyrir virka efninu tepraloxýdími.
 8. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/415 frá 12. mars 2015 um breytingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar framlengingu á samþykkistímabilum fyrir virku efnin etefón og fenamífos.
 9. Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/232 frá 13. febrúar 2015 um breytingu og leiðréttingu á framkvæmdarreglugerð (ESB) nr. 540/2011 að því er varðar skilyrði fyrir samþykki fyrir virka efninu koparefnasamböndum.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.

Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 2. júlí 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.