Prentað þann 23. nóv. 2024
595/2015
Reglugerð um (4.) breytingu á reglugerð nr. 878/2014 um sæfivörur.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr.:
a) 3. tölul. 1. gr. orðist svo:
Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1062/2014 frá 4. ágúst 2014 um vinnuáætlunina um kerfisbundna athugun á öllum fyrirliggjandi virkum efnum sem sæfivörur innihalda og um getur í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012, sem vísað er til í tl. 12nza, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2015, þann 20. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 23. apríl 2015, bls. 770-803.
b) Við greinina bætast fimm nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1090/2014 frá 16. október 2014 um að samþykkja permetrín sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 8 og 18, sem vísað er til í tl. 12nzb, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2015, þann 20. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 23. apríl 2015, bls. 154-158.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1091/2014 frá 16. október 2014 um að samþykkja tralópýríl sem nýtt virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 21, sem vísað er til í tl. 12nzc, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 52/2015, þann 20. mars 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 23 frá 23. apríl 2015, bls. 159-162.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/292 frá 24. febrúar 2015 um að samþykkja koltvísýring sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 15, sem vísað er til í tl. 12zzr, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 91/2015, þann 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34 frá 18. júní 2015, bls. 53-54.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/405 frá 11. mars 2015 um að samþykkja alfasýpermetrín sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18, sem vísað er til í tl. 12zzs, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2015, þann 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34 frá 18. júní 2015, bls. 55-57.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/406 frá 11. mars 2015 um að samþykkja Bacillus thuringiensis subsp. israelensis, sermigerð H14, stofn SA3A, sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18, sem vísað er til í tl. 12zzt, XV. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 92/2015, þann 30. apríl 2015. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34 frá 18. júní 2015, bls. 58-60.
2. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
- Framseldri reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1062/2014 frá 4. ágúst 2014 um vinnuáætlunina um kerfisbundna athugun á öllum fyrirliggjandi virkum efnum sem sæfivörur innihalda og um getur í reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 528/2012.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1090/2014 frá 16. október 2014 um að samþykkja permetrín sem fyrirliggjandi virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokkum 8 og 18.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1091/2014 frá 16. október 2014 um að samþykkja tralópýríl sem nýtt virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 21.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/292 frá 24. febrúar 2015 um að samþykkja koltvísýring sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 15.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/405 frá 11. mars 2015 um að samþykkja alfasýpermetrín sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18.
- Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 2015/406 frá 11. mars 2015 um að samþykkja Bacillus thuringiensis subsp. israelensis, sermigerð H14, stofn SA3A, sem virkt efni til notkunar í sæfivörur í vöruflokki 18.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 22. júní 2015.
F. h. r.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.