Fara beint í efnið

Prentað þann 4. jan. 2025

Breytingareglugerð

584/2020

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.

1. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætist ný 3. málsgrein svohljóðandi:

Ríkislögreglustjóra er heimilt að gefa út stafrænt ökuskírteini til viðbótar við hefðbundið ökuskírteini. Á stafrænu ökuskírteini skulu koma fram sömu upplýsingar og á hefðbundnu ökuskírteini, sbr. 3. kafla 1. viðauka við reglugerð þessa. Stafrænt ökuskírteini gefið út af ríkislögreglustjóra hefur á íslensku yfirráðasvæði sama gildi og hefðbundið ökuskírteini. Handhafi stafræns ökuskírteinis ber ábyrgð á að stafrænt ökuskírteini sé virkt og aðgengilegt við umferðareftirlit.

2. gr.

Við 3. gr. reglugerðarinnar bætist ný málsgrein svohljóðandi:

Umsókn um stafrænt ökuskírteini fer fram á vefsvæðinu www.island.is á því formi sem ríkislögreglustjóri ákveður.

3. gr. Lagastoð og gildistaka.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 11. mgr. 58. gr. umferðarlaga nr. 77/2019, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 11. júní 2020.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.