Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Breytingareglugerð

581/2014

Reglugerð um breytingu á reglugerð um úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála, nr. 36/2009.

1. gr. Breyting vegna breytinga á forsetaúrskurði um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.

Hvar sem orðið "samgönguráðherra", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: ráðherra.

Hvar sem orðið "samgönguráðuneytið", í hvers konar beygingarfalli, kemur fyrir í reglugerðinni, kemur í viðeigandi beygingarfalli: ráðuneytið.

2. gr.

3. gr. orðast svo með fyrirsögn:

Skipan úrskurðarnefndar.

Í úrskurðarnefnd sitja þrír menn sem skipaðir eru af ráðherra og jafnmargir til vara. Formaður og varaformaður skulu fullnægja hæfisskilyrðum hæstaréttardómara. Varaformaður leysir formann af ef hann forfallast. Skipunartími nefndarinnar er fjögur ár.

3. gr.

Reglugerð þessi sem sett er samkvæmt heimild í 7. mgr. 13. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003, sbr. 2. gr. laga nr. 117/2008, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 2. júní 2014.

Hanna Birna Kristjánsdóttir.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.