Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Breytingareglugerð

573/2017

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð um gjaldtöku embættis landlæknis fyrir úttektir og staðfestingar á að faglegar lágmarkskröfur séu uppfylltar og úrvinnslu og afhendingu upplýsinga úr heilbrigðisskrám nr. 226/2016.

1. gr.

Við reglugerðina bætist ný grein sem verður 5. gr. og orðast svo:

Undanþága frá gjaldtöku.

Embætti landlæknis er heimilt að veita eftirtöldum aðilum afslátt eða undanþágur frá gjaldtöku skv. 2. gr.:

a) Nemum á háskólastigi sem þurfa upplýsingar vegna verkefna sem eru hluti af námi.
b) Opinberum aðilum sem halda skrár á landsvísu og upplýsingar eða vinnsla er hluti af gagnkvæmum upplýsingasamskiptum.
c) Vinnsluaðilum heilbrigðisskráa landlæknis þegar um er að ræða vinnslur til að auka gæði skránna.
d) Fjölmiðlum ef upplýsingar varða heildarfjölda eða summutölur úr skrám og vinnslan tekur innan við eina klukkustund.
e) Alþjóðastofnunum sem Ísland er aðili að.

2. gr. Lagastoð.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimildum í 7. mgr. 8. gr. laga nr. 41/2007 um landlækni og lýðheilsu.

3. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi tekur gildi 1. júlí 2017.

Velferðarráðuneytinu, 13. júní 2017.

Óttarr Proppé
heilbrigðisráðherra.

Margrét Björnsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.