Prentað þann 7. apríl 2025
571/2020
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020.
1. gr.
A-liður 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Hafa við lok umsóknarfrests leyfi til veiða í atvinnuskyni, sbr. 4. gr. laga um stjórn fiskveiða eða strandveiðileyfi, sbr. 6. gr. a, laga um stjórn fiskveiða.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða, laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 9. júní 2020.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jóhann Guðmundsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.