Prentað þann 23. des. 2024
547/2018
Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 960/2016 um gæði eldsneytis.
1. gr.
Við 3. gr. reglugerðarinnar bætast fimm nýjar skilgreiningar á hugtökum, svohljóðandi:
Hefðbundin jarðolía: Allt hráefni í hreinsunarstöð sem sýnir API-efnisþyngd sem er yfir 10 stigum þar sem það er tekið á upprunastað, eins og það er mælt með prófunaraðferð ASTM D287, og fellur ekki undir skilgreininguna undir SN-númeri 2714 eins og fram kemur í reglugerð (EBE) nr. 2658/87.
Lágmarksstaðall fyrir eldsneyti: Lágmarksstaðall fyrir eldsneyti sem byggist á losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli fyrir hverja orkueiningu úr jarðefnaeldsneyti á árinu 2010.
Losun á fyrri stigum: Öll losun gróðurhúsalofttegunda sem á sér stað áður en hráefnið fer inn í hreinsunarstöð eða vinnslustöð þar sem eldsneytið, eins og um getur í V. viðauka, var framleitt.
Náttúrulegt jarðbik: Allar uppsprettur hráefnis í hreinsunarstöð sem:
- eru með API-efnisþyngd (e. American Petroleum Institute) sem nemur 10 stigum eða minna þegar hún er mæld á staðnum þar sem hún er tekin, eins og skilgreint er samkvæmt prófunaraðferð American Society for Testing and Materials (ASTM) (1) D287,
- eru með árlegt seigjumeðaltal sem er hærra við hitastigið þar sem hún er tekin en fæst með útreikningi með jöfnunni: Seigja (Centipoise) = 518,98e-0,038T, þar sem T er hitastig á celsíus,
- falla innan skilgreiningar fyrir tjörusand undir sameinuðu nafnaskránni (SN), kóða 2714, eins og sett er fram í reglugerð ráðsins (EBE) nr. 2658/87 (2) og
- þar sem útleysing hráefnisins úr uppsprettu þess fæst með námuvinnslu eða hitaörvaðri námuræslu með aðstoð þyngdaraflsins (e. thermally enhanced gravity drainage) þar sem varmaorkan kemur aðallega frá öðrum uppsprettum en hráefnisuppsprettunni sjálfri.
Olíuleirsteinn: Hvers kyns uppspretta hráefnis í hreinsunarstöð, staðsett í bergmyndun sem inniheldur kerógen í föstu formi og fellur undir skilgreiningu á olíuleirsteini undir SN-númeri 2714 eins og sett er fram í reglugerð (EBE) nr. 2658/87. Útleysing hráefnisins úr uppsprettu þess fæst með námuvinnslu eða hitaörvaðri námuræslu með aðstoð þyngdaraflsins.
2. gr.
Á eftir 11. gr. reglugerðarinnar koma tvær nýjar greinar, 11. gr. a og 11. gr. b, ásamt fyrirsögnum, svohljóðandi:
11. gr. a
Aðferð til útreiknings á styrk gróðurhúsalofttegunda úr afhentu eldsneyti,
öðru en lífeldsneyti, og orku og skýrslugjöf birgja.
Birgjar skulu nota reikniaðferðina sem sett er fram í V. viðauka til að ákvarða styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneytinu sem þeir afhenda.
Birgjar skulu við skýrslugjöf skv. 7. gr. nota skilgreiningarnar og reikniaðferðina sem sett er fram í V. viðauka. Gefa skal skýrslu um gögnin á hverju ári með því að nota sniðmátið sem sett er fram í VIII. viðauka.
Að því er varðar birgja sem eru lítil og meðalstór fyrirtæki skal við skýrslugjöf beita einfölduðu aðferðinni sem sett er fram í V. viðauka.
11. gr. b
Útreikningur á lágmarksstaðli fyrir eldsneyti og
minnkun á styrk gróðurhúsalofttegunda.
Birgjar skulu bera þá minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og úr rafmagni sem náðst hefur á vistferlinum saman við lágmarksstaðal fyrir eldsneyti sem kemur fram í VII. viðauka.
3. gr.
Við 15. gr. reglugerðarinnar bætast fjórir nýir töluliðir, svohljóðandi:
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1361 frá 9. ágúst 2016 um viðurkenningu á International Sustainability and Carbon Certification system til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6at, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2017 frá 3. febrúar 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 646-647.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1362 frá 9. ágúst 2016 um viðurkenningu á Roundtable on Sustainable Biomaterials EU RED til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6au, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 31/2017 frá 3. febrúar 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 648-649.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1433 frá 26. ágúst 2016 um viðurkenningu á Biomass Biofuels Sustainability voluntary scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6av, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 32/2017 frá 3. febrúar 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 24 frá 20. apríl 2017, bls. 650-651.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/500 frá 21. mars 2017 um viðurkenningu á Bonsucro EU voluntary scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt, sem vísað er til í tl. 6ae, XVII. kafla II. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið, eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 136/2017 frá 7. júlí 2017. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 67 frá 19. október 2017, bls. 33-34.
4. gr.
Við reglugerðina bætast fjórir nýir viðaukar, V.-VIII. viðauki, sem birtir er með reglugerð þessari.
5. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á eftirfarandi EES-gerðum:
- Tilskipun ráðsins (ESB) 2015/652 frá 20. apríl 2015 um reikniaðferðir og skýrslugjafarkröfur samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB um gæði bensíns og dísileldsneytis.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1361 frá 9. ágúst 2016 um viðurkenningu á International Sustainability and Carbon Certification system til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1362 frá 9. ágúst 2016 um viðurkenningu á Roundtable on Sustainable Biomaterials EU RED til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/1433 frá 26. ágúst 2017 um viðurkenningu á Biomass Biofuels Sustainability voluntary scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt.
- Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/500 frá 21. mars 2017 um viðurkenningu á Bonsucro EU voluntary scheme til að sýna fram á að viðmiðunum um sjálfbærni samkvæmt tilskipunum Evrópuþingsins og ráðsins 98/70/EB og 2009/28/EB hafi verið fylgt.
6. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. tölul. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 16. maí 2018.
F. h. r.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Kjartan Ingvarsson.
VIÐAUKAR
(sjá PDF-skjal)
Aðferð til útreiknings og skýrslugjafar birgja varðandi styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku á vistferlinum.
I. HLUTI Útreikningur birgis á styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku.
Styrkur gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti og orku er gefinn upp í grömmum af koltvísýringsígildi á hvert MJ (e. mega joule) af eldsneyti (gCO2eq/MJ).
- Gróðurhúsalofttegundir, sem tekið er tillit til í þeim tilgangi að reikna út styrk gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti, eru koltvísýringur (CO2), nituroxíð (N2O) og metan (CH4). Að því er varðar útreikning á jafngildi koltvísýrings er losun þessara lofttegunda metin með tilliti til losunar jafngildiseininga koltvísýrings á eftirfarandi hátt
Koltvísýringur: 1; Metan: 25; Nituroxíð: 298 - Ekki er tekið tillit til losunar frá framleiðslu á vélum og búnaði sem er notaður við vinnslu, framleiðslu, hreinsun og notkun á jarðefnaeldsneyti við útreikning á gróðurhúsalofttegundum.
-
Styrkur gróðurhúsalofttegunda úr losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli alls eldsneytis og orku sem birgir útvegar skal reiknaður út í samræmi við formúluna hér á eftir:
Styrkur gróðurhúsalofttegunda birgis (#) =þar sem:
- „#“: auðkenning birgisins (þ.e. auðkenning á aðilanum sem er ábyrgur fyrir greiðslu á vörugjaldi) sem er skilgreint í reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 684/2009 frá 24. júlí 2009 um framkvæmd tilskipunar ráðsins 2008/118/EB að því er varðar málsmeðferðarreglur á tölvutæku formi um flutning vara sem bera vörugjald með tímabundinni frestun á vörugjaldi sem vörugjaldsnúmer kaupmanns (SEED-skráningarnúmer (gagnaskiptakerfi fyrir vörugjöld) eða virðisaukaskattsnúmer (VSK) í a-lið 5. liðar í töflu 1 í I. viðauka við þá reglugerð að því er varðar kóða ákvörðunarstaðar 1 til 5 og 8) sem er einnig sá aðili sem er ábyrgur fyrir greiðslu á vörugjaldi í samræmi við 8. gr. tilskipunar ráðsins 2008/118/EB frá 16. desember 2008 um almennt fyrirkomulag á vörugjaldi og um niðurfellingu tilskipunar 92/12/EBE þegar vörugjaldið er orðið skuldfæranlegt í samræmi við 2. mgr. 7. gr. tilskipunar 2008/118/EB. Ef þessi auðkenning er ekki fyrir hendi skulu aðildarríkin tryggja að komið sé á jafngildri aðferð til auðkenningar í samræmi við landsbundin vörugjaldaskýrslugjafarkerfi.
- „x“: tegundir eldsneytis og orku sem falla undir gildissvið þessarar tilskipunar, eins og lýst er í c-lið 17. liðar í töflu 1 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 684/2009. Ef þessi gögn liggja ekki fyrir skulu aðildarríkin safna jafngildum gögnum í samræmi við vörugjaldaskýrslugjafarkerfi sem komið er á fót á landsvísu.
-
„MJ“: heildarorka sem er afhent og umbreytt úr uppgefnu magni eldsneytis „x“, gefið upp í MJ. Þetta er reiknað út á eftirfarandi hátt:
- Magn hvers eldsneytis eftir gerð þess
Þetta er leitt út frá gögnum sem gefin er skýrsla um skv. d-, f- og o-lið 17. liðar í töflu 1 í I. viðauka við reglugerð (EB) nr. 684/2009. Lífeldsneytismagnið er umreiknað í orkuinnihald á grundvelli lægra brunagildis þess samkvæmt orkuinnihaldinu sem sett er fram í III. viðauka við tilskipun 2009/28/EB. Magn eldsneytis af ólífrænum uppruna er umreiknað í orkuinnihald á grundvelli lægra brunagildis þess samkvæmt orkuinnihaldi sem sett er fram í 1. viðbæti við skýrslu Sameiginlegu rannsóknarmiðstöðvarinnar, EUCAR-CONCAWE (JEC) (1) Well-to-Tank, (4. útgáfa) frá júlí 2013 (2), - Samtímasamvinnsla á jarðefnaeldsneyti og lífeldsneyti
Vinnslan tekur til allra breytinga á vistferli afhents eldsneytis eða orku sem veldur breytingum á sameindabyggingu vörunnar. Viðbót fyllingarefnis fellur ekki undir þessa vinnslu. Magn lífeldsneytis sem er unnið í samvinnslu með eldsneyti af ólífrænum uppruna endurspeglar eftirvinnslustöðu lífeldsneytisins. Magn samvinnsluunnins lífeldsneytis er ákvarðað samkvæmt orkujöfnuði og skilvirkni samvinnsluferlisins eins og sett er fram í 17. lið í C-hluta IV. viðauka við tilskipun 98/70/EB.
Ef margs konar lífeldsneyti er blandað saman við jarðefnaeldsneyti skal taka tillit til magns og tegundar hvers lífeldsneytis við útreikning og skýrslugjöf birgja til aðildarríkjanna.
Magn afhents lífeldsneytis, sem uppfyllir ekki viðmiðanir um sjálfbærni sem um getur í 1. mgr. 7. gr. b. í tilskipun 98/70/EB, er talið sem jarðefnaeldsneyti.
E85 bensín-etanólblanda skal reiknuð sem aðskilið eldsneyti að því er varðar 6. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 443/2009 frá 23. apríl 2009 um að setja staðla um mengunarvarnargetu nýrra fólksbifreiða sem hluta af samþættri stefnu Bandalagsins um að draga úr losun koltvísýrings frá léttum ökutækjum.
Ef magninu er ekki safnað í samræmi við reglugerð (EB) nr. 684/2009 skulu aðildarríkin safna jafngildum gögnum í samræmi við vörugjaldaskýrslugjafarkerfi sem komið er á fót á landsvísu. - Magn rafmagns sem er notað
Þetta er það magn rafmagns sem er notað í ökutæki eða bifhjól þegar birgir gefur skýrslu um þetta magn orku til viðeigandi yfirvalds í hverju aðildarríki í samræmi við eftirfarandi formúlu: Notað rafmagn = ekin vegalengd (km) × nýtni raforkunotkunar (MJ/km).
(1) JEC-samstarfsaðilarnir sameina sameiginlega rannsóknarmiðstöð framkvæmdastjórnarinnar (JRC), EUCAR (European Council for Automotive R&D) og CONCAWE (Evrópusamtök olíufélaga um umhverfismál, heilbrigði og öryggi við hreinsun og dreifingu)
(2) http://iet.jrc.ec.europa.eu/about-jec/sites/about-jec/files/documents/report_2013/wtt_report_v4_july_2013_final.pdf.
- Magn hvers eldsneytis eftir gerð þess
-
Minnkun losunar á fyrri stigum (UER)
„Minnkun losunar á fyrri stigum“ (UER) er minnkun losunar gróðurhúsalofttegunda á fyrri stigum sem birgir gefur upp, mæld í gCO2eq, ef hún er magngreind og tilkynnt um hana í samræmi við eftirfarandi kröfur:
- Hæfi
Minnkun losunar á fyrri stigum skal einungis eiga við um hluta losunar á fyrri stigum af meðaltali staðalgilda fyrir bensín, dísilolíu, þjappað jarðgas eða fljótandi jarðolíugas.
Telja má minnkun losunar á fyrri stigum, sem kemur frá hvaða landi sem er, sem minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda m.t.t. eldsneytis frá hvaða hráefnisuppsprettu sem er, afhent af hvaða birgi sem er.
Minnkun losunar á fyrri stigum skal einungis teljast með ef hún tengist verkefnum sem hófust eftir 1. janúar 2011.
Ekki er nauðsynlegt að sanna að minnkun losunar á fyrri stigum hefði ekki átt sér stað án skýrslugjafarkrafnanna sem settar eru fram í 7. gr. a í tilskipun 98/70/EB. - Útreikningur
Meta skal minnkun losunar á fyrri stigum og fullgilda í samræmi við meginreglur og staðla sem eru skilgreindir í alþjóðlegum stöðlum, einkum ISO 14064, ISO 14065 og ISO 14066.
Vakta skal minnkun losunar á fyrri stigum og viðmiðunarlosun, gera grein fyrir þeim í skýrslum og sannprófa í samræmi við ISO 14064 og niðurstöðurnar skulu vera ámóta traustar og samkvæmt reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 600/2012 frá 21. júní 2012 um sannprófun á skýrslum um losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslum um tonnkílómetra og faggildingu sannprófenda samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 601/2012 frá 21. júní 2012 um vöktun á losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf um losunina samkvæmt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2003/87/EB. Sannprófun á aðferðum til að meta minnkun losunar á fyrri stigum skal fara fram í samræmi við ISO 14064-3 og stofnunin sem sannprófar þetta verður að hafa hlotið faggildingu í samræmi við ISO 14065.
- Hæfi
-
„GHGix“ er styrkur gróðurhúsalofttegundar úr eldsneyti eða orku „x“ gefinn upp í gCO2eq/MJ. Birgjar skulu reikna út styrk gróðurhúsalofttegunda úr hverju eldsneyti eða orku á eftirfarandi hátt:
- Styrkur gróðurhúsalofttegunda úr eldsneyti af ólífrænum uppruna er „veginn styrkur gróðurhúsalofttegunda á vistferlinum“ eftir gerð eldsneytis, sem er tilgreint í aftasta dálki töflunnar undir 5. lið í 2. hluta þessa viðauka.
- Rafmagn er reiknað út eins og lýst er í 6. lið í 2. hluta.
- Styrkur gróðurhúsalofttegunda úr lífeldsneyti
Styrkur gróðurhúsalofttegunda úr lífeldsneyti, sem uppfyllir viðmiðanir um sjálfbærni sem um getur í 1. mgr. 7. gr. b í tilskipun 98/70/EB, er reiknaður út í samræmi við 7. gr. d í þeirri tilskipun. Ef um er að ræða gögn um losun gróðurhúsalofttegunda á vistferli lífeldsneytis sem fengust í samræmi við samkomulag eða áætlun sem byggist á ákvörðun skv. 7. gr. c (4. mgr.) í tilskipun 98/70/EB sem tekur til 7. gr. b (2. mgr.) í þeirri tilskipun skal einnig nota þessi gögn til að ákvarða styrk gróðurhúsalofttegunda úr lífeldsneyti skv. 7. gr. b (1. mgr.) í sömu tilskipun. Styrkur gróðurhúsalofttegunda úr lífeldsneyti, sem ekki uppfyllir viðmiðanir um sjálfbærni sem um getur í 1. mgr. 7. gr. b í tilskipun 98/70/EB, jafngildir styrk gróðurhúsalofttegundar úr viðeigandi jarðefnaeldsneyti sem er unnið úr hefðbundinni jarðolíu eða gasi. - Samtímasamvinnsla á eldsneyti af ólífrænum uppruna og lífeldsneyti
Styrkur gróðurhúsalofttegunda úr lífeldsneyti sem er unnið í samvinnslu með jarðefnaeldsneyti skal endurspegla eftirvinnslustöðu lífeldsneytisins,
- „AF“ stendur fyrir leiðréttingarstuðla fyrir skilvirkni aflrása:
Ríkjandi umbreytingartækni | Skilvirknistuðull |
Brunahreyfill | 1 |
Rafaflrás, knúin rafgeymi | 0,4 |
Rafaflrás, vetnisknúin með efnarafal | 0,4 |
II. HLUTI Skýrslugjöf birgja varðandi annað eldsneyti en lífeldsneyti
-
Minnkun losunar á fyrri stigum úr jarðefnaeldsneyti
Til þess að minnkun losunar á fyrri stigum sé gild, að því er varðar skýrslugjöfina og reikniaðferðina, skulu birgjar gefa skýrslu um eftirfarandi til yfirvaldsins sem aðildarríkin tilnefna:
- upphafsdag verkefnisins, sem verður að vera eftir 1. janúar 2011,
- árlega losunarskerðingu í gCO2eq,
- hversu lengi uppgefin minnkun stóð yfir,
- staðsetningu verkefnis sem er næst uppsprettu losunarinnar í breiddar- og lengdarhnitum í gráðum með fjórum aukastöfum,
- lágmarkslosun árlega áður en ráðstöfunum til minnkunar var komið á og árleg losun eftir að ráðstafanir til minnkunar hafa verið gerðar, í gCO2eq/MJ af hráefni sem er framleitt,
- einnota númer skírteinis sem auðkennir áætlunina á einkvæman hátt og uppgefna minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda,
- einnota númer sem auðkennir reikniaðferðina á einkvæman hátt og tengda áætlun,
- ef verkefnið tengist olíuvinnslu: árlegt meðaltal, rannsóknarsögulegt og á skýrslugjafarárinu, hlutfalls milli gass og olíu (GOR) í lausn, þrýstings á staðnum þar sem hún er tekin, dýpt og borholuframleiðsluhlutfall jarðolíunnar.
-
Uppruni
„Uppruni“: viðskiptaheiti hráefnis sem er tilgreint í 7. lið í 2. hluta þessa viðauka en einungis ef birgjar búa yfir nauðsynlegum upplýsingum vegna:
- þess að þeir eru aðilar eða félag sem flytur jarðolíu inn frá þriðju löndum eða fær afhenta jarðolíu frá öðru aðildarríki skv. 1. gr. reglugerðar ráðsins (EB) nr. 2964/95 frá 20. desember 1995 um að taka upp skráningu vegna innflutnings og afgreiðslu á hráolíu í Bandalaginu eða
- fyrirkomulags um að deila upplýsingum, sem þeir hafa samið um við aðra birgja.
Í öllum öðrum tilvikum vísar uppruni til þess hvort eldsneytið er upprunnið innan ESB eða utan þess.
Þær upplýsingar sem birgjar safna og gefa skýrslu um til aðildarríkjanna, að því er varðar uppruna eldsneytisins, skulu bundnar trúnaði en þetta skal ekki koma í veg fyrir birtingu framkvæmdastjórnarinnar á almennum upplýsingum eða upplýsingum í formi yfirlits sem innihalda ekki nánari upplýsingar sem tengjast einstaka fyrirtækjum. Að því er varðar lífeldsneyti merkir „uppruni“ framleiðsluferli lífeldsneytis eins og sett er fram í IV. viðauka.
Ef margs konar hráefni er notað skulu birgjar gefa skýrslu um magnið í tonnum af fullunninni vöru af hverju hráefni sem er framleitt í viðkomandi vinnslustöð á skýrslugjafarárinu.
- Innkaupsstaður
„Innkaupsstaður“: land og heiti vinnslustöðvarinnar þar sem síðasta, verulega umbreytingin á eldsneytinu eða orkunni átti sér stað, sem ákvarðar uppruna eldsneytisins eða orkunnar í samræmi við reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EBE) nr. 2454/93 frá 2. júlí 1993 um ákvæði til framkvæmdar reglugerðar ráðsins (EBE) nr. 2913/92 um tollalög Bandalagsins. - Lítil og meðalstór fyrirtæki
Sem undanþága fyrir birgja sem eru lítil og meðalstór fyrirtæki: „uppruni“ og „innkaupsstaður“ eru annaðhvort innan ESB eða utan þess, eins og við á, óháð því hvort þeir flytja inn jarðolíu eða afhenda jarðolíu og olíu sem fæst úr bikkenndu efni. - Meðaltal fyrir staðalgildi styrks gróðurhúsalofttegunda á vistferlinum að því er varðar eldsneyti annað en lífeldsneyti og rafmagn.
Uppspretta hráefnis og vinnsla | Eldsneyti sem sett er á markað | Styrkur gróðurhúsalofttegundar á vistferli (gCO2eq/MJ) | Veginn styrkur gróðurhúsalofttegundar á vistferli (gCO2eq/MJ) |
Hefðbundin jarðolía | Bensín | 93,2 | 93,3 |
Jarðgas, umbreytt í vökva | 94,3 | ||
Kol, umbreytt í vökva | 172 | ||
Náttúrulegt jarðbik | 107 | ||
Olíuleirsteinn | 131,3 | ||
Hefðbundin jarðolía | Dísilolía eða gasolía | 95 | 95,1 |
Jarðgas, umbreytt í vökva | 94,3 | ||
Kol, umbreytt í vökva | 172 | ||
Náttúrulegt jarðbik | 108,5 | ||
Olíuleirsteinn | 133,7 | ||
Allar jarðefnauppsprettur | Fljótandi jarðolíugas í hreyfil með neistakveikju | 73,6 | 73,6 |
Jarðgas, ESB-blanda | Þjappað jarðgas í hreyfil með neistakveikju | 69,3 | 69,3 |
Jarðgas, ESB-blanda | Fljótandi jarðgas í hreyfil með neistakveikju | 74,5 | 74,5 |
Sabatier-hvarf vetnis með rafgreiningu þar sem notuð er ólífræn, endurnýjanleg orka | Þjappað tilbúið metan í hreyfil með neistakveikju | 3,3 | 3,3 |
Jarðgas með notkun gufuendurmyndunar | Samanþjappað vetni í efnarafal | 104,3 | 104,3 |
Rafgreining, að fullu knúin af ólífrænni endurnýjanlegri orku | Samanþjappað vetni í efnarafal | 9,1 | 9,1 |
Kol | Samanþjappað vetni í efnarafal | 234,4 | 234,4 |
Kol með kolefnisföngun og -geymslu á losun frá vinnslu | Samanþjappað vetni í efnarafal | 52,7 | 52,7 |
Úrgangsplast úr jarðefnahráefni | Bensín, dísilolía eða gasolía | 86 | 86 |
-
Rafmagn
Vegna skýrslugjafar orkubirgja varðandi rafmagn, sem rafknúin ökutæki og bifhjól nota, skulu aðildarríkin reikna út landsbundið meðaltal staðalgilda á vistferlinum í samræmi við viðeigandi alþjóðlega staðla.
Að öðrum kosti er aðildarríkjunum heimilt að leyfa birgjum sínum að fastsetja styrkgildi gróðurhúsalofttegunda (gCO2eq/MJ) fyrir rafmagn samkvæmt gögnum sem aðildarríkin gefa skýrslu um á grundvelli eftirfarandi:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1099/2008 frá 22. október 2008 um hagskýrslur um orkumál.
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 525/2013 frá 21. maí 2013 um fyrirkomulag við vöktun og skýrslugjöf að því er varðar losun gróðurhúsalofttegunda og skýrslugjöf að því er varðar aðrar upplýsingar á landsvísu og á vettvangi Sambandsins sem varða loftslagsbreytingar og um niðurfellingu á ákvörðun nr. 280/2004/EB, eða
- framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 666/2014 frá 12. mars 2014 um að koma á efnislegum kröfum varðandi skráningarkerfi Sambandsins og taka til greina breytingar á hnatthlýnunarmætti og alþjóðlega samþykktar viðmiðunarreglur um skrár samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 525/2013.
- Viðskiptaheiti hráefnis
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Abú Dabí | Al Bunduq | 38,5 | 1,1 |
Abú Dabí | Mubarraz | 38,1 | 0,9 |
Abú Dabí | Murban | 40,5 | 0,8 |
Abú Dabí | Zakum (Lower Zakum/Abu Dhabi Marine) | 40,6 | 1 |
Abú Dabí | Umm Shaif (Abu Dhabi Marine) | 37,4 | 1,5 |
Abú Dabí | Arzanah | 44 | 0 |
Abú Dabí | Abu Al Bu Khoosh | 31,6 | 2 |
Abú Dabí | Murban Bottoms | 21,4 | Ekki fyrir hendi (EFH) |
Abú Dabí | Top Murban | 21 | EFH |
Abú Dabí | Upper Zakum | 34,4 | 1,7 |
Alsír | Arzew | 44,3 | 0,1 |
Alsír | Hassi Messaoud | 42,8 | 0,2 |
Alsír | Zarzaitine | 43 | 0,1 |
Alsír | Algerian | 44 | 0,1 |
Alsír | Skikda | 44,3 | 0,1 |
Alsír | Saharan Blend | 45,5 | 0,1 |
Alsír | Hassi Ramal | 60 | 0,1 |
Alsír | Algerian Condensate | 64,5 | EFH |
Alsír | Algerian Mix | 45,6 | 0,2 |
Alsír | Algerian Condensate (Arzew) | 65,8 | 0 |
Alsír | Algerian Condensate (Bejaia) | 65,0 | 0 |
Alsír | Top Algerian | 24,6 | EFH |
Angóla | Cabinda | 31,7 | 0,2 |
Angóla | Takula | 33,7 | 0,1 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Angóla | Soyo Blend | 33,7 | 0,2 |
Angóla | Mandji | 29,5 | 1,3 |
Angóla | Malongo (West) | 26 | EFH |
Angóla | Cavala-1 | 42,3 | EFH |
Angóla | Sulele (South-1) | 38,7 | EFH |
Angóla | Palanca | 40 | 0,14 |
Angóla | Malongo (North) | 30 | EFH |
Angóla | Malongo (South) | 25 | EFH |
Angóla | Nemba | 38,5 | 0 |
Angóla | Girassol | 31,3 | EFH |
Angóla | Kuito | 20 | EFH |
Angóla | Hungo | 28,8 | EFH |
Angóla | Kissinje | 30,5 | 0,37 |
Angóla | Dalia | 23,6 | 1,48 |
Angóla | Gimboa | 23,7 | 0,65 |
Angóla | Mondo | 28,8 | 0,44 |
Angóla | Plutonio | 33,2 | 0,036 |
Angóla | Saxi Batuque Blend | 33,2 | 0,36 |
Angóla | Xikomba | 34,4 | 0,41 |
Argentína | Tierra del Fuego | 42,4 | EFH |
Argentína | Santa Cruz | 26,9 | EFH |
Argentína | Escalante | 24 | 0,2 |
Argentína | Canadon Seco | 27 | 0,2 |
Argentína | Hidra | 51,7 | 0,05 |
Argentína | Medanito | 34,93 | 0,48 |
Armenía | Armenian Miscellaneous | EFH | EFH |
Ástralía | Jabiru | 42,3 | 0,03 |
Ástralía | Kooroopa (Jurassic) | 42 | EFH |
Ástralía | Talgeberry (Jurassic) | 43 | EFH |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Ástralía | Talgeberry (Up Cretaceous) | 51 | EFH |
Ástralía | Woodside Condensate | 51,8 | EFH |
Ástralía | Saladin-3 (Top Barrow) | 49 | EFH |
Ástralía | Harriet | 38 | EFH |
Ástralía | Skua-3 (Challis Field) | 43 | EFH |
Ástralía | Barrow Island | 36,8 | 0,1 |
Ástralía | Northwest Shelf Condensate | 53,1 | 0 |
Ástralía | Jackson Blend | 41,9 | 0 |
Ástralía | Cooper Basin | 45,2 | 0,02 |
Ástralía | Griffin | 55 | 0,03 |
Ástralía | Buffalo Crude | 53 | EFH |
Ástralía | Cossack | 48,2 | 0,04 |
Ástralía | Elang | 56,2 | EFH |
Ástralía | Enfield | 21,7 | 0,13 |
Ástralía | Gippsland (Bass Strait) | 45,4 | 0,1 |
Aserbaísjan | Azeri Light | 34,8 | 0,15 |
Barein | Bahrain Miscellaneous | EFH | EFH |
Hvíta-Rússland | Belarus Miscellaneous | EFH | EFH |
Benín | Seme | 22,6 | 0,5 |
Benín | Benin Miscellaneous | EFH | EFH |
Belís | Belize Light Crude | 40 | EFH |
Belís | Belize Miscellaneous | EFH | EFH |
Bólivía | Bolivian Condensate | 58,8 | 0,1 |
Brasilía | Garoupa | 30,5 | 0,1 |
Brasilía | Sergipano | 25,1 | 0,4 |
Brasilía | Campos Basin | 20 | EFH |
Brasilía | Urucu (Upper Amazon) | 42 | EFH |
Brasilía | Marlim | 20 | EFH |
Brasilía | Brazil Polvo | 19,6 | 1,14 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Brasilía | Roncador | 28,3 | 0,58 |
Brasilía | Roncador Heavy | 18 | EFH |
Brasilía | Albacora East | 19,8 | 0,52 |
Brúnei | Seria Light | 36,2 | 0,1 |
Brúnei | Champion | 24,4 | 0,1 |
Brúnei | Champion Condensate | 65 | 0,1 |
Brúnei | Brunei LS Blend | 32 | 0,1 |
Brúnei | Brunei Condensate | 65 | EFH |
Brúnei | Champion Export | 23,9 | 0,12 |
Kamerún | Kole Marine Blend | 34,9 | 0,3 |
Kamerún | Lokele | 21,5 | 0,5 |
Kamerún | Moudi Light | 40 | EFH |
Kamerún | Moudi Heavy | 21,3 | EFH |
Kamerún | Ebome | 32,1 | 0,35 |
Kamerún | Cameroon Miscellaneous | EFH | EFH |
Kanada | Peace River Light | 41 | EFH |
Kanada | Peace River Medium | 33 | EFH |
Kanada | Peace River Heavy | 23 | EFH |
Kanada | Manyberries | 36,5 | EFH |
Kanada | Rainbow Light and Medium | 40,7 | EFH |
Kanada | Pembina | 33 | EFH |
Kanada | Bells Hill Lake | 32 | EFH |
Kanada | Fosterton Condensate | 63 | EFH |
Kanada | Rangeland Condensate | 67,3 | EFH |
Kanada | Redwater | 35 | EFH |
Kanada | Lloydminster | 20,7 | 2,8 |
Kanada | Wainwright-Kinsella | 23,1 | 2,3 |
Kanada | Bow River Heavy | 26,7 | 2,4 |
Kanada | Fosterton | 21,4 | 3 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Kanada | Smiley-Coleville | 22,5 | 2,2 |
Kanada | Midale | 29 | 2,4 |
Kanada | Milk River Pipeline | 36 | 1,4 |
Kanada | Ipl-Mix Sweet | 40 | 0,2 |
Kanada | Ipl-Mix Sour | 38 | 0,5 |
Kanada | Ipl Condensate | 55 | 0,3 |
Kanada | Aurora Light | 39,5 | 0,4 |
Kanada | Aurora Condensate | 65 | 0,3 |
Kanada | Reagan Field | 35 | 0,2 |
Kanada | Synthetic Canada | 30,3 | 1,7 |
Kanada | Cold Lake | 13,2 | 4,1 |
Kanada | Cold Lake Blend | 26,9 | 3 |
Kanada | Canadian Federated | 39,4 | 0,3 |
Kanada | Chauvin | 22 | 2,7 |
Kanada | Gcos | 23 | EFH |
Kanada | Gulf Alberta L & M | 35,1 | 1 |
Kanada | Light Sour Blend | 35 | 1,2 |
Kanada | Lloyd Blend | 22 | 2,8 |
Kanada | Peace River Condensate | 54,9 | EFH |
Kanada | Sarnium Condensate | 57,7 | EFH |
Kanada | Saskatchewan Light | 32,9 | EFH |
Kanada | Sweet Mixed Blend | 38 | 0,5 |
Kanada | Syncrude | 32 | 0,1 |
Kanada | Rangeland – South L & M | 39,5 | 0,5 |
Kanada | Northblend Nevis | 34 | EFH |
Kanada | Canadian Common Condensate | 55 | EFH |
Kanada | Canadian Common | 39 | 0,3 |
Kanada | Waterton Condensate | 65,1 | EFH |
Kanada | Panuke Condensate | 56 | EFH |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Kanada | Federated Light and Medium | 39,7 | 2 |
Kanada | Wabasca | 23 | EFH |
Kanada | Hibernia | 37,3 | 0,37 |
Kanada | BC Light | 40 | EFH |
Kanada | Boundary | 39 | EFH |
Kanada | Albian Heavy | 21 | EFH |
Kanada | Koch Alberta | 34 | EFH |
Kanada | Terra Nova | 32,3 | EFH |
Kanada | Echo Blend | 20,6 | 3,15 |
Kanada | Western Canadian Blend | 19,8 | 3 |
Kanada | Western Canadian Select | 20,5 | 3,33 |
Kanada | White Rose | 31,0 | 0,31 |
Kanada | Access | 22 | EFH |
Kanada | Premium Albian Synthetic Heavy | 20,9 | EFH |
Kanada | Albian Residuum Blend (ARB) | 20,03 | 2,62 |
Kanada | Christina Lake | 20,5 | 3 |
Kanada | CNRL | 34 | EFH |
Kanada | Husky Synthetic Blend | 31,91 | 0,11 |
Kanada | Premium Albian Synthetic (PAS) | 35,5 | 0,04 |
Kanada | Seal Heavy (SH) | 19,89 | 4,54 |
Kanada | Suncor Synthetic A (OSA) | 33,61 | 0,178 |
Kanada | Suncor Synthetic H (OSH) | 19,53 | 3,079 |
Kanada | Peace Sour | 33 | EFH |
Kanada | Western Canadian Resid | 20,7 | EFH |
Kanada | Christina Dilbit Blend | 21,0 | EFH |
Kanada | Christina Lake Dilbit | 38,08 | 3,80 |
Chad | Doba Blend (Early Production) | 24,8 | 0,14 |
Chad | Doba Blend (Later Production) | 20,8 | 0,17 |
Chile | Chile Miscellaneous | EFH | EFH |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) | |
Kína | Taching (Daqing) | 33 | 0,1 | |
Kína | Shengli | 24,2 | 1 | |
Kína | Beibu | EFH | EFH | |
Kína | Chengbei | 17 | EFH | |
Kína | Lufeng | 34,4 | EFH | |
Kína | Xijiang | 28 | EFH | |
Kína | Wei Zhou | 39,9 | EFH | |
Kína | Liu Hua | 21 | EFH | |
Kína | Boz Hong | 17 | 0,282 | |
Kína | Peng Lai | 21,8 | 0,29 | |
Kína | Xi Xiang | 32,18 | 0,09 | |
Kólumbía | Onto | 35,3 | 0,5 | |
Kólumbía | Putamayo | 35 | 0,5 | |
Kólumbía | Rio Zulia | 40,4 | 0,3 | |
Kólumbía | Orito | 34,9 | 0,5 | |
Kólumbía | Cano-Limon | 30,8 | 0,5 | |
Kólumbía | Lasmo | 30 | EFH | |
Kólumbía | Cano Duya-1 | 28 | EFH | |
Kólumbía | Corocora-1 | 31,6 | EFH | |
Kólumbía | Suria Sur-1 | 32 | EFH | |
Kólumbía | Tunane-1 | 29 | EFH | |
Kólumbía | Casanare | 23 | EFH | |
Kólumbía | Cusiana | 44,4 | 0,2 | |
Kólumbía | Vasconia | 27,3 | 0,6 | |
Kólumbía | Castilla Blend | 20,8 | 1,72 | |
Kólumbía | Cupiaga | 43,11 | 0,082 | |
Kólumbía | South Blend | 28,6 | 0,72 | |
Kongó (Brazzaville) | Emeraude | 23,6 | 0,5 | |
Kongó (Brazzaville) | Djeno Blend | 26,9 | 0,3 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) | |
Kongó (Brazzaville) | Viodo Marina-1 | 26,5 | EFH | |
Kongó (Brazzaville) | Nkossa | 47 | 0,03 | |
Kongó (Kinshasa) | Muanda | 34 | 0,1 | |
Kongó (Kinshasa) | Kongó/Saír | 31,7 | 0,1 | |
Kongó (Kinshasa) | Coco | 30,4 | 0,15 | |
Fílabeinsströndin | Espoir | 31,4 | 0,3 | |
Fílabeinsströndin | Lion Cote | 41,1 | 0,101 | |
Danmörk | Dan | 30,4 | 0,3 | |
Danmörk | Gorm | 33,9 | 0,2 | |
Danmörk | Danish North Sea | 34,5 | 0,26 | |
Dubai | Dubai (Fateh) | 31,1 | 2 | |
Dubai | Margham Light | 50,3 | 0 | |
Ekvador | Oriente | 29,2 | 1 | |
Ekvador | Quito | 29,5 | 0,7 | |
Ekvador | Santa Elena | 35 | 0,1 | |
Ekvador | Limoncoha-1 | 28 | EFH | |
Ekvador | Frontera-1 | 30,7 | EFH | |
Ekvador | Bogi-1 | 21,2 | EFH | |
Ekvador | Napo | 19 | 2 | |
Ekvador | Napo Light | 19,3 | EFH | |
Egyptaland | Belayim | 27,5 | 2,2 | |
Egyptaland | El Morgan | 29,4 | 1,7 | |
Egyptaland | Rhas Gharib | 24,3 | 3,3 | |
Egyptaland | Gulf of Suez Mix | 31,9 | 1,5 | |
Egyptaland | Geysum | 19,5 | EFH | |
Egyptaland | East Gharib (J-1) | 37,9 | EFH | |
Egyptaland | Mango-1 | 35,1 | EFH | |
Egyptaland | Rhas Budran | 25 | EFH | |
Egyptaland | Zeit Bay | 34,1 | 0,1 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Egyptaland | East Zeit Mix | 39 | 0,87 |
Miðbaugs-Gínea | Zafiro | 30,3 | EFH |
Miðbaugs-Gínea | Alba Condensate | 55 | EFH |
Miðbaugs-Gínea | Ceiba | 30,1 | 0,42 |
Gabon | Gamba | 31,8 | 0,1 |
Gabon | Mandji | 30,5 | 1,1 |
Gabon | Lucina Marine | 39,5 | 0,1 |
Gabon | Oguendjo | 35 | EFH |
Gabon | Rabi-Kouanga | 34 | 0,6 |
Gabon | T’Catamba | 44,3 | 0,21 |
Gabon | Rabi | 33,4 | 0,06 |
Gabon | Rabi Blend | 34 | EFH |
Gabon | Rabi Light | 37,7 | 0,15 |
Gabon | Etame Marin | 36 | EFH |
Gabon | Olende | 17,6 | 1,54 |
Gabon | Gabonian Miscellaneous | EFH | EFH |
Georgía | Georgian Miscellaneous | EFH | EFH |
Gana | Bonsu | 32 | 0,1 |
Gana | Salt Pond | 37,4 | 0,1 |
Gvatemala | Coban | 27,7 | EFH |
Gvatemala | Rubelsanto | 27 | EFH |
Indland | Bombay High | 39,4 | 0,2 |
Indónesía | Minas (Sumatron Light) | 34,5 | 0,1 |
Indónesía | Ardjuna | 35,2 | 0,1 |
Indónesía | Attaka | 42,3 | 0,1 |
Indónesía | Suri | 18,4 | 0,2 |
Indónesía | Sanga Sanga | 25,7 | 0,2 |
Indónesía | Sepinggan | 37,9 | 0,9 |
Indónesía | Walio | 34,1 | 0,7 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Indónesía | Arimbi | 31,8 | 0,2 |
Indónesía | Poleng | 43,2 | 0,2 |
Indónesía | Handil | 32,8 | 0,1 |
Indónesía | Jatibarang | 29 | 0,1 |
Indónesía | Cinta | 33,4 | 0,1 |
Indónesía | Bekapai | 40 | 0,1 |
Indónesía | Katapa | 52 | 0,1 |
Indónesía | Salawati | 38 | 0,5 |
Indónesía | Duri (Sumatran Heavy) | 21,1 | 0,2 |
Indónesía | Sembakung | 37,5 | 0,1 |
Indónesía | Badak | 41,3 | 0,1 |
Indónesía | Arun Condensate | 54,5 | EFH |
Indónesía | Udang | 38 | 0,1 |
Indónesía | Klamono | 18,7 | 1 |
Indónesía | Bunya | 31,7 | 0,1 |
Indónesía | Pamusian | 18,1 | 0,2 |
Indónesía | Kerindigan | 21,6 | 0,3 |
Indónesía | Melahin | 24,7 | 0,3 |
Indónesía | Bunyu | 31,7 | 0,1 |
Indónesía | Camar | 36,3 | EFH |
Indónesía | Cinta Heavy | 27 | EFH |
Indónesía | Lalang | 40,4 | EFH |
Indónesía | Kakap | 46,6 | EFH |
Indónesía | Sisi-1 | 40 | EFH |
Indónesía | Giti-1 | 33,6 | EFH |
Indónesía | Ayu-1 | 34,3 | EFH |
Indónesía | Bima | 22,5 | EFH |
Indónesía | Padang Isle | 34,7 | EFH |
Indónesía | Intan | 32,8 | EFH |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Indónesía | Sepinggan – Yakin Mixed | 31,7 | 0,1 |
Indónesía | Widuri | 32 | 0,1 |
Indónesía | Belida | 45,9 | 0 |
Indónesía | Senipah | 51,9 | 0,03 |
Íran | Iranian Light | 33,8 | 1,4 |
Íran | Iranian Heavy | 31 | 1,7 |
Íran | Soroosh (Cyrus) | 18,1 | 3,3 |
Íran | Dorrood (Darius) | 33,6 | 2,4 |
Íran | Rostam | 35,9 | 1,55 |
Íran | Salmon (Sassan) | 33,9 | 1,9 |
Íran | Foroozan (Fereidoon) | 31,3 | 2,5 |
Íran | Aboozar (Ardeshir) | 26,9 | 2,5 |
Íran | Sirri | 30,9 | 2,3 |
Íran | Bahrgansar/Nowruz (SIRIP Blend) | 27,1 | 2,5 |
Íran | Bahr/Nowruz | 25,0 | 2,5 |
Íran | Iranian Miscellaneous | EFH | EFH |
Írak | Basrah Light (Pers. Gulf) | 33,7 | 2 |
Írak | Kirkuk (Pers. Gulf) | 35,1 | 1,9 |
Írak | Mishrif (Pers. Gulf) | 28 | EFH |
Írak | Bai Hasson (Pers. Gulf) | 34,1 | 2,4 |
Írak | Basrah Medium (Pers. Gulf) | 31,1 | 2,6 |
Írak | Basrah Heavy (Pers. Gulf) | 24,7 | 3,5 |
Írak | Kirkuk Blend (Pers. Gulf) | 35,1 | 2 |
Írak | N. Rumalia (Pers. Gulf) | 34,3 | 2 |
Írak | Ras el Behar | 33 | EFH |
Írak | Basrah Light (Red Sea) | 33,7 | 2 |
Írak | Kirkuk (Red Sea) | 36,1 | 1,9 |
Írak | Mishrif (Red Sea) | 28 | EFH |
Írak | Bai Hasson (Red Sea) | 34,1 | 2,4 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Írak | Basrah Medium (Red Sea) | 31,1 | 2,6 |
Írak | Basrah Heavy (Red Sea) | 24,7 | 3,5 |
Írak | Kirkuk Blend (Red Sea) | 34 | 1,9 |
Írak | N. Rumalia (Red Sea) | 34,3 | 2 |
Írak | Ratawi | 23,5 | 4,1 |
Írak | Basrah Light (Turkey) | 33,7 | 2 |
Írak | Kirkuk (Turkey) | 36,1 | 1,9 |
Írak | Mishrif (Turkey) | 28 | EFH |
Írak | Bai Hasson (Turkey) | 34,1 | 2,4 |
Írak | Basrah Medium (Turkey) | 31,1 | 2,6 |
Írak | Basrah Heavy (Turkey) | 24,7 | 3,5 |
Írak | Kirkuk Blend (Turkey) | 34 | 1,9 |
Írak | N. Rumalia (Turkey) | 34,3 | 2 |
Írak | FAO Blend | 27,7 | 3,6 |
Kasakstan | Kumkol | 42,5 | 0,07 |
Kasakstan | CPC Blend | 44,2 | 0,54 |
Kúveit | Mina al Ahmadi (Kuwait Export) | 31,4 | 2,5 |
Kúveit | Magwa (Lower Jurassic) | 38 | EFH |
Kúveit | Burgan (Wafra) | 23,3 | 3,4 |
Líbía | Bu Attifel | 43,6 | 0 |
Líbía | Amna (high pour) | 36,1 | 0,2 |
Líbía | Brega | 40,4 | 0,2 |
Líbía | Sirtica | 43,3 | 0,43 |
Líbía | Zueitina | 41,3 | 0,3 |
Líbía | Bunker Hunt | 37,6 | 0,2 |
Líbía | El Hofra | 42,3 | 0,3 |
Líbía | Dahra | 41 | 0,4 |
Líbía | Sarir | 38,3 | 0,2 |
Líbía | Zueitina Condensate | 65 | 0,1 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) | |
Líbía | El Sharara | 42,1 | 0,07 | |
Malasía | Miri Light | 36,3 | 0,1 | |
Malasía | Tembungo | 37,5 | EFH | |
Malasía | Labuan Blend | 33,2 | 0,1 | |
Malasía | Tapis | 44,3 | 0,1 | |
Malasía | Tembungo | 37,4 | 0 | |
Malasía | Bintulu | 26,5 | 0,1 | |
Malasía | Bekok | 49 | EFH | |
Malasía | Pulai | 42,6 | EFH | |
Malasía | Dulang | 39 | 0,037 | |
Máritanía | Chinguetti | 28,2 | 0,51 | |
Mexíkó | Isthmus | 32,8 | 1,5 | |
Mexíkó | Maya | 22 | 3,3 | |
Mexíkó | Olmeca | 39 | EFH | |
Mexíkó | Altamira | 16 | EFH | |
Mexíkó | Topped Isthmus | 26,1 | 1,72 | |
Holland | Alba | 19,59 | EFH | |
Neutral Zone | Eocene (Wafra) | 18,6 | 4,6 | |
Neutral Zone | Hout | 32,8 | 1,9 | |
Neutral Zone | Khafji | 28,5 | 2,9 | |
Neutral Zone | Burgan (Wafra) | 23,3 | 3,4 | |
Neutral Zone | Ratawi | 23,5 | 4,1 | |
Neutral Zone | Neutral Zone Mix | 23,1 | EFH | |
Neutral Zone | Khafji Blend | 23,4 | 3,8 | |
Nígería | Forcados Blend | 29,7 | 0,3 | |
Nígería | Escravos | 36,2 | 0,1 | |
Nígería | Brass River | 40,9 | 0,1 | |
Nígería | Qua Iboe | 35,8 | 0,1 | |
Nígería | Bonny Medium | 25,2 | 0,2 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Nígería | Pennington | 36,6 | 0,1 |
Nígería | Bomu | 33 | 0,2 |
Nígería | Bonny Light | 36,7 | 0,1 |
Nígería | Brass Blend | 40,9 | 0,1 |
Nígería | Gilli Gilli | 47,3 | EFH |
Nígería | Adanga | 35,1 | EFH |
Nígería | Iyak-3 | 36 | EFH |
Nígería | Antan | 35,2 | EFH |
Nígería | OSO | 47 | 0,06 |
Nígería | Ukpokiti | 42,3 | 0,01 |
Nígería | Yoho | 39,6 | EFH |
Nígería | Okwori | 36,9 | EFH |
Nígería | Bonga | 28,1 | EFH |
Nígería | ERHA | 31,7 | 0,21 |
Nígería | Amenam Blend | 39 | 0,09 |
Nígería | Akpo | 45,17 | 0,06 |
Nígería | EA | 38 | EFH |
Nígería | Agbami | 47,2 | 0,044 |
Noregur | Ekofisk | 43,4 | 0,2 |
Noregur | Tor | 42 | 0,1 |
Noregur | Statfjord | 38,4 | 0,3 |
Noregur | Heidrun | 29 | EFH |
Noregur | Norwegian Forties | 37,1 | EFH |
Noregur | Gullfaks | 28,6 | 0,4 |
Noregur | Oseberg | 32,5 | 0,2 |
Noregur | Norne | 33,1 | 0,19 |
Noregur | Troll | 28,3 | 0,31 |
Noregur | Draugen | 39,6 | EFH |
Noregur | Sleipner Condensate | 62 | 0,02 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Óman | Oman Export | 36,3 | 0,8 |
Papúa Nýja-Gínea | Kutubu | 44 | 0,04 |
Perú | Loreto | 34 | 0,3 |
Perú | Talara | 32,7 | 0,1 |
Perú | High Cold Test | 37,5 | EFH |
Perú | Bayovar | 22,6 | EFH |
Perú | Low Cold Test | 34,3 | EFH |
Perú | Carmen Central-5 | 20,7 | EFH |
Perú | Shiviyacu-23 | 20,8 | EFH |
Perú | Mayna | 25,7 | EFH |
Filippseyjar | Nido | 26,5 | EFH |
Filippseyjar | Philippines Miscellaneous | EFH | EFH |
Katar | Dukhan | 41,7 | 1,3 |
Katar | Qatar Marine | 35,3 | 1,6 |
Katar | Qatar Land | 41,4 | EFH |
Ras Al Khaimah | Rak Condensate | 54,1 | EFH |
Ras Al Khaimah | Ras Al Khaimah Miscellaneous | EFH | EFH |
Rússland | Urals | 31 | 2 |
Rússland | Russian Export Blend | 32,5 | 1,4 |
Rússland | M100 | 17,6 | 2,02 |
Rússland | M100 Heavy | 16,67 | 2,09 |
Rússland | Siberian Light | 37,8 | 0,4 |
Rússland | E4 (Gravenshon) | 19,84 | 1,95 |
Rússland | E4 Heavy | 18 | 2,35 |
Rússland | Purovsky Condensate | 64,1 | 0,01 |
Rússland | Sokol | 39,7 | 0,18 |
Sádi-Arabía | Light (Pers. Gulf) | 33,4 | 1,8 |
Sádi-Arabía | Heavy (Pers. Gulf) (Safaniya) | 27,9 | 2,8 |
Sádi-Arabía | Medium (Pers. Gulf) (Khursaniyah) | 30,8 | 2,4 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Sádi-Arabía | Extra Light (Pers. Gulf) (Berri) | 37,8 | 1,1 |
Sádi-Arabía | Light (Yanbu) | 33,4 | 1,2 |
Sádi-Arabía | Heavy (Yanbu) | 27,9 | 2,8 |
Sádi-Arabía | Medium (Yanbu) | 30,8 | 2,4 |
Sádi-Arabía | Berri (Yanbu) | 37,8 | 1,1 |
Sádi-Arabía | Medium (Zuluf/Marjan) | 31,1 | 2,5 |
Sharjah | Mubarek Sharjah | 37 | 0,6 |
Sharjah | Sharjah Condensate | 49,7 | 0,1 |
Singapúr | Rantau | 50,5 | 0,1 |
Spánn | Amposta Marina North | 37 | EFH |
Spánn | Casablanca | 34 | EFH |
Spánn | El Dorado | 26,6 | EFH |
Sýrland | Syrian Straight | 15 | EFH |
Sýrland | Thayyem | 35 | EFH |
Sýrland | Omar Blend | 38 | EFH |
Sýrland | Omar | 36,5 | 0,1 |
Sýrland | Syrian Light | 36 | 0,6 |
Sýrland | Souedie | 24,9 | 3,8 |
Taíland | Erawan Condensate | 54,1 | EFH |
Taíland | Sirikit | 41 | EFH |
Taíland | Nang Nuan | 30 | EFH |
Taíland | Bualuang | 27 | EFH |
Taíland | Benchamas | 42,4 | 0,12 |
Trínidad og Tóbagó | Galeota Mix | 32,8 | 0,3 |
Trínidad og Tóbagó | Trintopec | 24,8 | EFH |
Trínidad og Tóbagó | Land/Trinmar | 23,4 | 1,2 |
Trínidad og Tóbagó | Calypso Miscellaneous | 30,84 | 0,59 |
Túnis | Zarzaitine | 41,9 | 0,1 |
Túnis | Ashtart | 29 | 1 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Túnis | El Borma | 43,3 | 0,1 |
Túnis | Ezzaouia-2 | 41,5 | EFH |
Tyrkland | Turkish Miscellaneous | EFH | EFH |
Úkraína | Ukraine Miscellaneous | EFH | EFH |
Bretland | Auk | 37,2 | 0,5 |
Bretland | Beatrice | 38,7 | 0,05 |
Bretland | Brae | 33,6 | 0,7 |
Bretland | Buchan | 33,7 | 0,8 |
Bretland | Claymore | 30,5 | 1,6 |
Bretland | S.V. (Brent) | 36,7 | 0,3 |
Bretland | Tartan | 41,7 | 0,6 |
Bretland | Tern | 35 | 0,7 |
Bretland | Magnus | 39,3 | 0,3 |
Bretland | Dunlin | 34,9 | 0,4 |
Bretland | Fulmar | 40 | 0,3 |
Bretland | Hutton | 30,5 | 0,7 |
Bretland | N.W. Hutton | 36,2 | 0,3 |
Bretland | Maureen | 35,5 | 0,6 |
Bretland | Murchison | 38,8 | 0,3 |
Bretland | Ninian Blend | 35,6 | 0,4 |
Bretland | Montrose | 40,1 | 0,2 |
Bretland | Beryl | 36,5 | 0,4 |
Bretland | Piper | 35,6 | 0,9 |
Bretland | Forties | 36,6 | 0,3 |
Bretland | Brent Blend | 38 | 0,4 |
Bretland | Flotta | 35,7 | 1,1 |
Bretland | Thistle | 37 | 0,3 |
Bretland | S.V. (Ninian) | 38 | 0,3 |
Bretland | Argyle | 38,6 | 0,2 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Bretland | Heather | 33,8 | 0,7 |
Bretland | South Birch | 38,6 | EFH |
Bretland | Wytch Farm | 41,5 | EFH |
Bretland | Cormorant North | 34,9 | 0,7 |
Bretland | Cormorant South (Cormorant ‘A’) | 35,7 | 0,6 |
Bretland | Alba | 19,2 | EFH |
Bretland | Foinhaven | 26,3 | 0,38 |
Bretland | Schiehallion | 25,8 | EFH |
Bretland | Captain | 19,1 | 0,7 |
Bretland | Harding | 20,7 | 0,59 |
US Alaska | ANS | EFH | EFH |
US Colorado | Niobrara | EFH | EFH |
US New Mexico | Four Corners | EFH | EFH |
US North Dakota | Bakken | EFH | EFH |
US North Dakota | North Dakota Sweet | EFH | EFH |
US Texas | WTI | EFH | EFH |
US Texas | Eagle Ford | EFH | EFH |
US Utah | Covenant | EFH | EFH |
US Federal OCS | Beta | EFH | EFH |
US Federal OCS | Carpinteria | EFH | EFH |
US Federal OCS | Dos Cuadras | EFH | EFH |
US Federal OCS | Hondo | EFH | EFH |
US Federal OCS | Hueneme | EFH | EFH |
US Federal OCS | Pescado | EFH | EFH |
US Federal OCS | Point Arguello | EFH | EFH |
US Federal OCS | Point Pedernales | EFH | EFH |
US Federal OCS | Sacate | EFH | EFH |
US Federal OCS | Santa Clara | EFH | EFH |
US Federal OCS | Sockeye | EFH | EFH |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Úsbekistan | Uzbekistan Miscellaneous | EFH | EFH |
Venesúela | Jobo (Monagas) | 12,6 | 2 |
Venesúela | Lama Lamar | 36,7 | 1 |
Venesúela | Mariago | 27 | 1,5 |
Venesúela | Ruiz | 32,4 | 1,3 |
Venesúela | Tucipido | 36 | 0,3 |
Venesúela | Venez Lot 17 | 36,3 | 0,9 |
Venesúela | Mara 16/18 | 16,5 | 3,5 |
Venesúela | Tia Juana Light | 32,1 | 1,1 |
Venesúela | Tia Juana Med 26 | 24,8 | 1,6 |
Venesúela | Officina | 35,1 | 0,7 |
Venesúela | Bachaquero | 16,8 | 2,4 |
Venesúela | Cento Lago | 36,9 | 1,1 |
Venesúela | Lagunillas | 17,8 | 2,2 |
Venesúela | La Rosa Medium | 25,3 | 1,7 |
Venesúela | San Joaquin | 42 | 0,2 |
Venesúela | Lagotreco | 29,5 | 1,3 |
Venesúela | Lagocinco | 36 | 1,1 |
Venesúela | Boscan | 10,1 | 5,5 |
Venesúela | Leona | 24,1 | 1,5 |
Venesúela | Barinas | 26,2 | 1,8 |
Venesúela | Sylvestre | 28,4 | 1 |
Venesúela | Mesa | 29,2 | 1,2 |
Venesúela | Ceuta | 31,8 | 1,2 |
Venesúela | Lago Medio | 31,5 | 1,2 |
Venesúela | Tigre | 24,5 | EFH |
Venesúela | Anaco Wax | 41,5 | 0,2 |
Venesúela | Santa Rosa | 49 | 0,1 |
Venesúela | Bombai | 19,6 | 1,6 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Venesúela | Aguasay | 41,1 | 0,3 |
Venesúela | Anaco | 43,4 | 0,1 |
Venesúela | BCF-Bach/Lag17 | 16,8 | 2,4 |
Venesúela | BCF-Bach/Lag21 | 20,4 | 2,1 |
Venesúela | BCF-21,9 | 21,9 | EFH |
Venesúela | BCF-24 | 23,5 | 1,9 |
Venesúela | BCF-31 | 31 | 1,2 |
Venesúela | BCF Blend | 34 | 1 |
Venesúela | Bolival Coast | 23,5 | 1,8 |
Venesúela | Ceuta/Bach 18 | 18,5 | 2,3 |
Venesúela | Corridor Block | 26,9 | 1,6 |
Venesúela | Cretaceous | 42 | 0,4 |
Venesúela | Guanipa | 30 | 0,7 |
Venesúela | Lago Mix Med. | 23,4 | 1,9 |
Venesúela | Larosa/Lagun | 23,8 | 1,8 |
Venesúela | Menemoto | 19,3 | 2,2 |
Venesúela | Cabimas | 20,8 | 1,8 |
Venesúela | BCF-23 | 23 | 1,9 |
Venesúela | Oficina/Mesa | 32,2 | 0,9 |
Venesúela | Pilon | 13,8 | 2 |
Venesúela | Recon (Venez) | 34 | EFH |
Venesúela | 102 Tj (25) | 25 | 1,6 |
Venesúela | Tjl Cretaceous | 39 | 0,6 |
Venesúela | Tia Juana Pesado (Heavy) | 12,1 | 2,7 |
Venesúela | Mesa-Recon | 28,4 | 1,3 |
Venesúela | Oritupano | 19 | 2 |
Venesúela | Hombre Pintado | 29,7 | 0,3 |
Venesúela | Merey | 17,4 | 2,2 |
Venesúela | Lago Light | 41,2 | 0,4 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Venesúela | Laguna | 11,2 | 0,3 |
Venesúela | Bach/Cueta Mix | 24 | 1,2 |
Venesúela | Bachaquero 13 | 13 | 2,7 |
Venesúela | Ceuta – 28 | 28 | 1,6 |
Venesúela | Temblador | 23,1 | 0,8 |
Venesúela | Lagomar | 32 | 1,2 |
Venesúela | Taparito | 17 | EFH |
Venesúela | BCF-Heavy | 16,7 | EFH |
Venesúela | BCF-Medium | 22 | EFH |
Venesúela | Caripito Blend | 17,8 | EFH |
Venesúela | Laguna/Ceuta Mix | 18,1 | EFH |
Venesúela | Morichal | 10,6 | EFH |
Venesúela | Pedenales | 20,1 | EFH |
Venesúela | Quiriquire | 16,3 | EFH |
Venesúela | Tucupita | 17 | EFH |
Venesúela | Furrial-2 (E. Venezuela) | 27 | EFH |
Venesúela | Curazao Blend | 18 | EFH |
Venesúela | Santa Barbara | 36,5 | EFH |
Venesúela | Cerro Negro | 15 | EFH |
Venesúela | BCF22 | 21,1 | 2,11 |
Venesúela | Hamaca | 26 | 1,55 |
Venesúela | Zuata 10 | 15 | EFH |
Venesúela | Zuata 20 | 25 | EFH |
Venesúela | Zuata 30 | 35 | EFH |
Venesúela | Monogas | 15,9 | 3,3 |
Venesúela | Corocoro | 24 | EFH |
Venesúela | Petrozuata | 19,5 | 2,69 |
Venesúela | Morichal 16 | 16 | EFH |
Venesúela | Guafita | 28,6 | 0,73 |
Land | Viðskiptaheiti hráefnis | API | Brennisteinn (þyngdarhlutfall %) |
Víetnam | Bach Ho (White Tiger) | 38,6 | 0 |
Víetnam | Dai Hung (Big Bear) | 36,9 | 0,1 |
Víetnam | Rang Dong | 37,7 | 0,5 |
Víetnam | Ruby | 35,6 | 0,08 |
Víetnam | Su Tu Den (Black Lion) | 36,8 | 0,05 |
Jemen | North Yemeni Blend | 40,5 | EFH |
Jemen | Alif | 40,4 | 0,1 |
Jemen | Maarib Lt. | 49 | 0,2 |
Jemen | Masila Blend | 30-31 | 0,6 |
Jemen | Shabwa Blend | 34,6 | 0,6 |
Öll | Olíuleirsteinn | EFH | EFH |
Öll | Leirsteinsolía | EFH | EFH |
Öll | Jarðgas: flutt með leiðslum frá uppsprettu | EFH | EFH |
Öll | Jarðgas: úr fljótandi jarðgasi | EFH | EFH |
Öll | Leirsteinsgas (e. shale gas): flutt með leiðslum frá uppsprettu | EFH | EFH |
Öll | Kol | EFH | EFH |
Útreikningur á lágmarksstaðli fyrir jarðefnaeldsneyti.
Reikniaðferð
- a) Lágmarksstaðall fyrir eldsneyti er reiknaður út á grundvelli meðalnotkunar Sambandsins á jarðefnaeldsneyti, bensíni, dísilolíu, fljótandi jarðolíugasi og þjöppuðu jarðgasi, á eftirfarandi hátt:
Lágmarksstaðall fyrir eldsneyti =
þar sem:
„x“ er mismunandi eldsneyti og orka sem fellur undir gildissvið þessarar tilskipunar og eins og skilgreint er í töflunni hér á eftir.
„GHGix“ er styrkur gróðurhúsalofttegunda úr árlegum birgðum af eldsneyti eða orku „x“ sem seld er á markaði, sem fellur undir gildissvið þessarar tilskipunar, gefinn upp sem gCO2eq/MJ. Gildi fyrir jarðefnaeldsneyti, sem koma fram í 5. lið í 2. hluta V. viðauka, eru notuð.
„MJ“ er heildarorka sem er afhent og umbreytt úr uppgefnu magni eldsneytis „x“, gefið upp í MJ. - b) Gögn um notkun
Gögn um notkun, sem notuð eru við útreikning á gildunum, eru eftirfarandi:
Eldsneyti | Orkunotkun (MJ) | Uppspretta |
Dísilolía | 7894969 × 106 | Skýrslugjöf aðildarríkjanna til rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar fyrir árið 2010 |
Gasolía utan vega | 240763 × 106 | |
Bensín | 3844356 × 106 | |
Fljótandi jarðolíugas (LPG) | 217563 × 106 | |
Jarðgas (CNG) | 51037 × 106 |
Styrkur gróðurhúsalofttegunda. Lágmarksstaðall fyrir eldsneyti fyrir árið 2010 skal vera: 94,1 gCO2eq/MJ.
Skýrslugjöf aðildarríkja til framkvæmdastjórnarinnar.
- Eigi síðar en 31. desember árlega skulu aðildarríkin gefa skýrslu um gögnin sem eru tilgreind í 3. lið. Gefa skal skýrslu um gögn varðandi allt eldsneyti og alla orku sem sett er á markað í hverju aðildarríki. Ef mörgum tegundum lífeldsneytis er blandað við jarðefnaeldsneyti skal gefa upp gögn fyrir hvert lífeldsneyti.
- Gefa skal sérstaka skýrslu um gögnin sem tilgreind eru í 3. lið að því er varðar eldsneyti eða orku sem birgjar setja á markað í tilteknu aðildarríki (þ.m.t. samstarfsbirgjar í einu aðildarríki).
-
Að því er varðar hvert eldsneyti og hverja orku skulu aðildarríkin gefa framkvæmdastjórninni skýrslu um eftirtalin gögn, samanlögð skv. 2. lið og eins og skilgreint er í V. viðauka:
- tegund eldsneytis eða orku,
- rúmmál eða magn eldsneytis eða rafmagns,
- styrkur gróðurhúsalofttegunda,
- minnkun losunar á fyrri stigum,
- uppruni,
- innkaupsstaður.
Sniðmát fyrir skýrslugjöf um upplýsingar vegna samkvæmni í tilkynntum gögnum.
Eldsneyti – Stakir birgjar
Færsla | Sameiginleg skýrslugjöf (JÁ/NEI) | Land | Birgir1 | Eldsneytistegund7 | SN-númer eldsneytis7 | Magn2 | Meðaltalsstyrkur gróðurhúsalofttegunda | Minnkun losunar á fyrri stigum5 | Skerðing að meðaltali á árinu 2010 | |
í lítrum | eftir orku | |||||||||
1 | ||||||||||
SN-númer | Styrkur gróðurhúsalofttegunda4 | Hráefni | SN-númer | Styrkur gróðurhúsalofttegunda4 | sjálfbær (JÁ/NEI) | |||||
Efnisþáttur F.1 (efnisþáttur jarðefnaeldsneytis) | Efnisþáttur B.1 (efnisþáttur lífeldsneytis) | |||||||||
Efnisþáttur F.n (efnisþáttur jarðefnaeldsneytis) | Efnisþáttur B.m (efnisþáttur lífeldsneytis) | |||||||||
k | ||||||||||
SN-númer2 | Styrkur gróðurhúsalofttegunda4 | Hráefni | SN-númer2 | Styrkur gróðurhúsalofttegunda4 | sjálfbær (JÁ/NEI) | |||||
Efnisþáttur F.1 (efnisþáttur jarðefnaeldsneytis) | Efnisþáttur B.1 (efnisþáttur lífeldsneytis) | |||||||||
Efnisþáttur F.n (efnisþáttur jarðefnaeldsneytis) | Efnisþáttur B.m (efnisþáttur lífeldsneytis) |
Eldsneyti – Samstarfsbirgjar
Færsla | Sameiginleg skýrslugjöf (JÁ/NEI) | Land | Birgir1 | Eldsneytistegund7 | SN-númer eldsneytis7 | Magn2 | Meðaltalsstyrkur gróðurhúsalofttegunda | Minnkun losunar á fyrri stigum5 | Skerðing að meðaltali á árinu 2010 | |
í lítrum | eftir orku | |||||||||
I | JÁ | |||||||||
JÁ | ||||||||||
Millisamtala | ||||||||||
SN-númer | Styrkur gróðurhúsalofttegunda4 | Hráefni | SN-númer | Styrkur gróðurhúsalofttegunda4 | sjálfbær (JÁ/NEI) | |||||
Efnisþáttur F.1 (efnisþáttur jarðefnaeldsneytis) | Efnisþáttur B.1 (efnisþáttur lífeldsneytis) | |||||||||
Efnisþáttur F.n (efnisþáttur jarðefnaeldsneytis) | Efnisþáttur B.m (efnisþáttur lífeldsneytis) | |||||||||
x | JÁ | |||||||||
JÁ | ||||||||||
Millisamtala | ||||||||||
SN-númer2 | Styrkur gróðurhúsalofttegunda4 | Hráefni | SN-númer2 | Styrkur gróðurhúsalofttegunda4 | sjálfbær (JÁ/NEI) | |||||
Efnisþáttur F.1 (efnisþáttur jarðefnaeldsneytis) | Efnisþáttur B.1 (efnisþáttur lífeldsneytis) | |||||||||
Efnisþáttur F.n (efnisþáttur jarðefnaeldsneytis) | Efnisþáttur B.m (efnisþáttur lífeldsneytis) |
Rafmagn
Sameiginleg skýrslugjöf | Land | Birgir1 | Tegund orku7 | Magn6 | Styrkur gróðurhúsalofttegunda | Skerðing að meðaltali á árinu 2010 |
eftir orku | ||||||
NEI |
Upplýsingar um samstarfsbirgja
Land | Birgir1 | Tegund orku7 | Magn6 | Styrkur gróðurhúsalofttegunda | Skerðing að meðaltali á árinu 2010 | |
eftir orku | ||||||
JÁ | ||||||
JÁ | ||||||
Millisamtala |
Uppruni – Stakir birgjar8
Færsla 1 | efnisþáttur F.1 | Færsla 1 | efnisþáttur F.n | Færsla k | efnisþáttur F.1 | Færsla k | efnisþáttur F.n | ||||
Viðskipta heiti hráefnis | API- efnisþyngd3 | Tonn | Viðskiptaheiti hráefnis | API- efnisþyngd3 | Tonn | Viðskiptaheiti hráefnis | API- efnisþyngd3 | Tonn | Viðskiptaheiti hráefnis | API- efnisþyngd3 | Tonn |
Færsla 1 | efnisþáttur B.1 | Færsla 1 | efnisþáttur B.m | Færsla k | efnisþáttur B.1 | Færsla k | efnisþáttur B.m | ||||
Lífeldsneytisferli | API- efnisþyngd3 | Tonn | Lífeldsneytisferli | API- efnisþyngd3 | Tonn | Lífeldsneytisferli | API- efnisþyngd3 | Tonn | Lífeldsneytisferli | API- efnisþyngd3 | Tonn |
Uppruni – Samstarfsbirgjar8
Færsla 1 | efnisþáttur F.1 | Færsla 1 | efnisþáttur F.n | Færsla X | efnisþáttur F.1 | Færsla X | efnisþáttur F.n | ||||
Viðskiptaheiti hráefnis | API- efnisþyngd3 | Tonn | Viðskiptaheiti hráefnis | API- efnisþyngd3 | Tonn | Viðskiptaheiti hráefnis | API- efnisþyngd3 | Tonn | Viðskiptaheiti hráefnis | API- efnisþyngd3 | Tonn |
Færsla 1 | efnisþáttur B.1 | Færsla 1 | efnisþáttur B.m | Færsla X | efnisþáttur B.1 | Færsla X | efnisþáttur B.m | ||||
Lífeldsneytisferli | API- efnisþyngd3 | Tonn | Lífeldsneytisferli | API- efnisþyngd3 | Tonn | Lífeldsneytisferli | API- efnisþyngd3 | Tonn | Lífeldsneytisferli | API- efnisþyngd3 | Tonn |
Innkaupsstaður9
Færsla | Efnisþáttur | Heiti hreinsunarstöðvar/vinnslustöðvar | Land | Heiti hreinsunar stöðvar/vinnslustöðvar | Land | Heiti hreinsunar stöðvar/vinnslustöðvar | Land | Heiti hreinsunar stöðvar/vinnslustöðvar | Land | Heiti hreinsunar stöðvar/vinnslustöðvar | Land | Heiti hreinsunar stöðvar/vinnslustöðvar | Land |
1 | F.1 | ||||||||||||
1 | F.n | ||||||||||||
1 | B.1 | ||||||||||||
1 | B.m | ||||||||||||
k | F.1 | ||||||||||||
k | F.n | ||||||||||||
k | B.1 | ||||||||||||
k | B.m | ||||||||||||
l | F.1 | ||||||||||||
l | F.n | ||||||||||||
l | B.1 | ||||||||||||
l | B.m | ||||||||||||
X | F.1 | ||||||||||||
X | F.n | ||||||||||||
X | B.1 | ||||||||||||
X | B.m |
Heildarorka sem gefin er skýrsla um og minnkun sem næst fram eftir aðildarríki
Magn (eftir orku)10 | Styrkur gróðurhúsalofttegunda | Skerðing að meðaltali á árinu 2010 |
Athugasemdir um sniðmát
Sniðmátið fyrir skýrslugjöf birgjanna er nákvæmlega eins og sniðmátið fyrir skýrslugjöf aðildarríkjanna.
Ekki þarf að fylla inn í skyggða reiti.
- Auðkenning birgja er skilgreind í a-lið 3. liðar í 1. hluta V. viðauka.
- Magn eldsneytis er skilgreint í c-lið 3. liðar í 1. hluta V. viðauka.
- API-efnisþyngd (American Petroleum Institute (API)) er skilgreind samkvæmt prófunaraðferð ASTM D287.
- Styrkur gróðurhúsalofttegunda er skilgreindur í e-lið 3. liðar í 1. hluta V. viðauka.
- Minnkun losunar á fyrri stigum er skilgreind í d-lið 3. liðar í 1. hluta V. viðauka; nákvæm skilgreining á skýrslugjöf er skilgreind í 1. lið 2. hluta V. viðauka.
- Magn rafmagns er skilgreint í 6. lið 2. hluta V. viðauka.
- Tegundir eldsneytis og samsvarandi SN-númer eru skilgreind í b-lið 3. liðar í 1. hluta V. viðauka.
- Uppruni er skilgreindur í 2. og 4. lið í 2. hluta V. viðauka.
- Innkaupsstaður er skilgreindur í 3. og 4. lið í 2. hluta V. viðauka.
- Heildarmagn orku (eldsneyti og rafmagn) sem er notað.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.