Prentað þann 25. apríl 2025
536/2020
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 914/2014 um EES-gerðir sem falla undir tilskipun 2009/22/EB og vernda hagsmuni neytenda.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. reglugerðarinnar:
- Á undan 13. tölul. sem verður 14. tölul., kemur nýr 13. tölul., svohljóðandi: Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2008/48/EB frá 23. apríl 2008 um lánasamninga fyrir neytendur og um niðurfellingu tilskipunar ráðsins 87/102/EBE.
-
Við bætast tveir nýir töluliðir, 15. og 16. tölul. svohljóðandi:
- Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2013/11/ESB frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda utan dómstóla: 13. gr.
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 524/2013 frá 21. maí 2013 um lausn deilumála neytenda með rafrænni málsmeðferð á netinu (reglugerð um lausn deilumála neytenda með rafrænni málsmeðferð á netinu (ODR)): 14. gr.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt 2. mgr. 1. gr. laga um lögbann og dómsmál til að vernda heildarhagsmuni neytenda nr. 141/2001, með síðari breytingum, og öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 28. maí 2020.
F. h. ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra,
Ingvi Már Pálsson.
Daði Ólafsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.