Fara beint í efnið

Prentað þann 23. jan. 2022

Breytingareglugerð

533/2018

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 489/2009 um vinnslu og heilbrigðiseftirlit með hvalaafurðum.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

10. tl. 7. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Í skurðar- og vinnslusal skal vera nægur fjöldi viðeigandi hreinlætistækja með hæfilega heitu vatni og/eða gufu til þvotta og sótthreinsunar á handverkfærum og vera eins nálægt skurðar- og vinnustöðvum og unnt er.

2. gr.

12. tl. 7. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Búnaður skal vera til staðar til að sótthreinsa verkfæri með a.m.k. 82°C heitu vatni eða gufu.

3. gr.

1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Hvali skal blóðtæma svo fljótt sem auðið er eftir aflífun. Á stórhveli skal gerð a.m.k. 2 metra löng kviðrista til að sjór geti leikið um kviðarholið eða kældum sjó dælt um æðakerfi og kviðarhol hvalsins til kælingar. Skurður á stórhvelum skal að jafnaði hefjast innan sólarhrings frá aflífun.

4. gr.

1. málsl. 2. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi: Hvalskurður skal hafinn eins fljótt og auðið er eftir að hvalur er kominn á land á skurðarfleti með viðeigandi vörnum sem koma í veg fyrir mengun afurða samkvæmt áhættumati sem rekstraraðili gerir.

5. gr.

Við 2. mgr. 13. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsl. svohljóðandi: Tilkynna skal Matvælastofnun eða fulltrúa hennar með nægjanlegum fyrirvara um væntanlega komu hvals, að jafnaði minnst 12 klst. áður en hvalur kemur í verkunarstöð.

6. gr.

2. og 3. mgr. 23. gr. falla brott.

7. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 96/1997, um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum, lögum nr. 93/1995 um matvæli og lögum nr. 26/1949 um hvalveiðar. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 25. maí 2018.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.