Fara beint í efnið

Prentað þann 21. jan. 2022

Breytingareglugerð

504/2016

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Zimbabwe nr. 744/2015.

1. gr. Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Zimbabwe nr. 744/2015:

1.8 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2015/1924 frá 26. október 2015 um breytingu á ákvörðun 2011/101 (SSUÖ) um þvingunaraðgerðir gegn Zimbabwe, fylgiskjal 1.8.
1.9 Ákvörðun ráðsins 2016/220/SSUÖ frá 15. febrúar 2016 um breytingu á ákvörðun 2011/101/SSUÖ um þvingunaraðgerðir gegn Zimbabwe, fylgiskjal 1.9.
2.11 Reglugerð ráðsins (ESB) 2015/1919 frá 26. október 2015 um breytingu á reglugerð (EB) nr. 314/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir að því er varðar Zimbabwe, fylgiskjal 2.11.
2.12 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2015/1921 frá 26. október 2015 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 314/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir að því er varðar Zimbabwe, fylgiskjal 2.12.
2.13 Reglugerð ráðsins (ESB) 2016/214 frá 15. febrúar 2016 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 314/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir að því er varðar Zimbabwe, fylgiskjal 2.13.
2.14 Framkvæmdarreglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2016/218 frá 16. febrúar 2016 um breytingu á reglugerð ráðsins (EB) nr. 314/2004 um tilteknar þvingunaraðgerðir að því er varðar Zimbabwe, fylgiskjal 2.14.

2. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 29. apríl 2016.

Lilja Alfreðsdóttir.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.