Fara beint í efnið

Prentað þann 21. jan. 2022

Breytingareglugerð

503/2016

Reglugerð um breyting á reglugerð um þvingunaraðgerðir varðandi Túnis nr. 283/2015.

1. gr. Þvingunaraðgerðir.

Eftirfarandi töluliðir skulu bætast við 1. mgr. 2. gr. reglugerðar um þvingunaraðgerðir varðandi Túnis nr. 283/2015 í réttri númeraröð:

1.4 Ákvörðun ráðsins (SSUÖ) 2016/119 frá 28. janúar 2016 um breytingu á ákvörðun 2011/72/SSUÖ um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum einstaklingum og rekstrareiningum með tilliti til ástandsins í Túnis, fylgiskjal 1.4.
2.4 Framkvæmdarreglugerð ráðsins (ESB) 2016/111 frá 28. janúar 2016 um framkvæmd reglugerðar (ESB) nr. 101/2011 um þvingunaraðgerðir sem beinast gegn tilteknum aðilum, rekstrareiningum og stofnunum í ljósi ástandsins í Túnis, fylgiskjal 2.4.

Ákvæði 2. mgr. 2. gr. hljóði svo:

Listar yfir aðila, hluti, tækni eða annað viðfang þvingunaraðgerða, sem vísað er til í framangreindum gerðum, eru birtir á vef Stjórnartíðinda Evrópusambandsins. Síðari breytingar og uppfærslur listanna öðlast sjálfkrafa gildi við birtingu á þeim vef, sbr. 3. mgr. 4. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008.

2. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 4. og 12. gr. laga um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða nr. 93/2008, öðlast þegar gildi.

Utanríkisráðuneytinu, 29. apríl 2016.

Lilja Alfreðsdóttir.

Stefán Haukur Jóhannesson.

Fylgiskjöl.
(sjá PDF-skjal)

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.