Fara beint í efnið

Prentað þann 23. nóv. 2024

Breytingareglugerð

477/2021

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 750/2017 um söfnun, endurvinnslu og skilagjald á einnota drykkjarvöruumbúðir.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

4. málsl. 1. mgr. 1. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skilagjald skal nema 16,22 kr. án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu.

2. gr.

2. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Umsýsluþóknun skal leggja til viðbótar skilagjaldi á hverja umbúðaeiningu úr stáli, áli, gleri og plastefni og skal fjárhæð hennar án virðisaukaskatts vera 6,60 kr. á umbúðir úr stáli, 0,80 kr. á umbúðir úr áli, 12,30 kr. á umbúðir úr gleri stærri en 500 ml, 9,40 kr. á umbúðir úr gleri 500 ml og minni, 4,30 kr. á umbúðir úr lituðu plastefni, 2,40 kr. á umbúðir úr ólituðu plastefni og 1,40 kr. á umbúðir úr ólituðu plastefni sem er a.m.k. 35% endurunnið.

3. gr.

Í stað orðanna "tollstjóra" í 2. mgr. 4. gr. og "tollstjóri" í 3. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar kemur í viðeigandi beygingarfalli: Skatturinn.

4. gr.

2. málsl. og 3. málsl. 2. mgr. 8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Skal endurgreiðslan þannig nema samtals 16,22 kr. án virðisaukaskatts á hverja umbúðaeiningu. Þó skulu líða 2 mánuðir frá hækkun álagðs skilagjalds þar til Endurvinnslan hf. hækkar endurgreiðslu til neytenda fyrir sérhverjar umbúðir, sem skilað verður, úr 16,00 kr. í 18,00 kr. með virðisaukaskatti.

5. gr.

2. málsl. 1. mgr. 10. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Félagið skal stuðla að því að umbúðir fari til undirbúnings fyrir endurnotkun, endurvinnslu eða annarrar endurnýtingar í samræmi við forgangsröðun við meðhöndlun úrgangs, sbr. lög nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs, eða koma þeim annars til förgunar.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt 4. gr. laga nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, og öðlast gildi 1. maí 2021.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 30. apríl 2021.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.