Fara beint í efnið

Prentað þann 25. jan. 2022

Stofnreglugerð

475/2018

Reglugerð um gildistöku reglugerða Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín (VIII).

1. gr. Gildissvið.

Reglugerð þessi gildir um innflutning og útflutning á víni milli Íslands og annarra ríkja á Evrópska efnahagssvæðinu. Vín sem upprunnið er frá landi utan Evrópska efnahagssvæðisins heyrir ekki undir reglugerðina, samanber bókun 47 við EES-samninginn.

2. gr. Innleiðing reglugerða.

Eftirfarandi reglugerðir Evrópusambandsins um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín skulu gilda á Íslandi með þeirri aðlögun sem fram kemur í viðkomandi ákvörðunum sameiginlegu EES-nefndarinnar:

  1. Umbúðamerkingar á vínum:

    1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1353 frá 19. maí 2017 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 7/2018, 1. febrúar 2018, bls. 556), um breytingu á reglugerð (EB) nr. 607/2009 að því er varðar vínþrúguyrki og samheiti þeirra sem mega koma fram á merkimiðum á vínum, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 251/2017, frá 15. desember 2017, um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.
  2. Tilteknar vínfræðilegar vinnsluaðferðir:

    1. Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2017/1961 frá 2. ágúst 2017 (sem birt er í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB, nr. 14/2018, 8. mars 2018, bls. 365), um breytingu á reglugerð (EB) nr. 606/2009 að því er varðar tilteknar vínfræðilegar vinnsluaðferðir, sbr. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 34/2018, frá 9. febrúar 2018, um breytingu á bókun 47 við EES-samninginn um afnám tæknilegra hindrana í viðskiptum með vín.

3. gr. Gildistaka og lagastoð.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 193. gr. tollalaga nr. 88/2005, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.

Fjármála- og efnahagsráðuneytinu, 26. apríl 2018.

F. h. r.

Ingibjörg Helga Helgadóttir.

Steinar Örn Steinarsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.