Fara beint í efnið

Prentað þann 20. jan. 2022

Stofnreglugerð

475/2017

Reglugerð um gildistöku reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 181/2011 frá 16. febrúar 2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum og um breytingu á reglugerð (EB) nr. 2006/2004.

1. gr. Innleiðing.

Með reglugerð þessari öðlast gildi hér á landi reglugerð nr. 181/2011/ESB frá 16. febrúar 2011 um réttindi farþega í hópbifreiðum og um breytingu á reglugerð nr. 2006/2004/EB samkvæmt ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 115/2015 frá 30. apríl 2015 um breytingu á XIII. og XIX. viðauka samningsins, ásamt þeim breytingum og viðbótum sem leiðir af XIII. og XIX. viðauka samningsins, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 34 frá 18. júní 2015, bls. 300-311.

2. gr.

Samgöngustofa er sá aðili sem ber ábyrgð á framkvæmd þessarar reglugerðar, sbr. 22.-23. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017.

3. gr.

Brot gegn ákvæðum reglugerðar þessarar varða sektum skv. 30. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, nema þyngri refsing liggi við broti samkvæmt öðrum lögum.

4. gr. Gildistaka og lagastoð.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild í 3. mgr. 18. gr., 3. mgr. 19. gr., 4. mgr. 21. gr., 6. mgr. 22. gr. og 34. gr. laga um farþegaflutninga og farmflutninga á landi nr. 28/2017, öðlast gildi 1. júní 2017.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 29. maí 2017.

Jón Gunnarsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.