Prentað þann 9. nóv. 2024
471/2016
Reglugerð um kerfi til endurheimtar bensíngufu.
1. gr.
Virkni kerfa til endurheimtar bensíngufu skal vera fyrir bensíngufu a.m.k. 85%, eins og þau eru vottuð af framleiðanda í samræmi við staðal ÍST EN 16321-1.
2. gr.
Rekstraraðilar bensínstöðva skulu láta faggiltan skoðunaraðila prófa virkni kerfa til endurheimtar bensínugufu a.m.k. einu sinni á ári í samræmi við staðal EN 16321-2.
3. gr.
Reglugerðin er sett til innleiðingar á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 2014/99/ESB frá 21. október 2014 um breytingu á tilskipun 2009/126/EB um II. áfanga endurheimtar bensíngufu við eldsneytistöku fyrir vélknúin ökutæki á bensínstöðvum í því skyni að laga hana að tækniframförum, sem vísað er til í tölulið 21au, III. kafla, XX. viðauka samningsins um Evrópska efnahagssvæðið eins og honum var breytt með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 122/2015, 30. apríl 2015.
4. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 13. tl. 1. mgr. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013.
Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 26. maí 2016.
Sigrún Magnúsdóttir.
Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.