Fara beint í efnið
Fyrri útgáfa

Prentað þann 9. des. 2021

Reglugerð með breytingum síðast breytt 13. okt. 2021

456/2017

Reglugerð um bann við veiðum á háfi, hámeri og beinhákarli.

Birta efnisyfirlit

1. gr.

Háfur, hámeri og beinhákarl eru friðaðar tegundir í fiskveiðilandhelgi Íslands. Allar beinar veiðar á háfi, hámeri eða beinhákarli í fiskveiðilandhelgi Íslands eru þar með óheimilar.

2. gr.

Komi háfur, hámeri eða beinhákarl um borð í veiðiskip sem meðafli skal umsvifalaust sleppa lífvænlegum háfi, hámeri eða beinhákarli.

3. gr.

Afli þessara tegunda skal seldur á viðurkenndum uppboðsmarkaði fyrir sjávarafurðir. Afli sætir álagningu gjalds samkvæmt ákvæðum laga nr. 37/1992, um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla, með síðari breytingum. Það skal nema andvirði gjaldskylds afla.

4. gr.

Skipstjóra er skylt að halda afladagbók, sbr. reglugerð nr. 746/2016, um afladagbækur. Skrá skal í afladagbók upplýsingar s.s. um veiðarfæri, veiðistað og veiðidag, um þann háf, hámeri eða beinhákarl, sem sleppt er í hverju kasti/lögn/togi.

5. gr.

Brot varða viðurlögum samkvæmt 17. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, með síðari breytingum.

6. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 1. gr. laga nr. 44/1948, um vísindalega verndun fiskimiða landgrunnsins og 9. gr. laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, og 14. gr. laga nr. 37/1992 um sérstakt gjald vegna ólögmæts sjávarafla. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.