Fara beint í efnið

Prentað þann 25. jan. 2022

Breytingareglugerð

454/2015

Reglugerð um (6.) breytingu á reglugerð nr. 577/2013 um snyrtivörur.

1. gr.

Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr.:

 1. Á eftir orðinu "Merkingar" í fyrirsögn kemur: snyrtivara.
 2. 1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Notkunarskilyrði og varnarorð skv. dálki i í III., V. og VI. viðauka reglugerðar (EB) nr. 1223/2009 skulu vera á íslensku.

2. gr.

Á eftir 3. gr. reglugerðarinnar komi ný grein, 3. gr. a., er orðast svo:

Merkingar úðabrúsa sem innihalda snyrtivörur.

Merkingar á úðabrúsum sem innihalda snyrtivörur skulu vera á íslensku, ensku eða Norðurlandamáli öðru en finnsku. Merkingar skulu vera áletraðar á úðabrúsa þar sem eftirfarandi upplýsingar skulu koma fram með skýrum, læsilegum og óafmáanlegum stöfum:

 1. Allar tegundir innihalds:

  Þrýstihylki: Getur sprungið við upphitun. Haldið frá hitagjöfum, heitum flötum, neistagjöfum, opnum eldi og öðrum íkveikivöldum. Reykingar bannaðar. Hlífið við sólarljósi. Hlífið við hærri hita en 50 °C. Ekki má gata eða brenna hylki jafnvel þótt þau séu tóm.

 2. Úðabrúsi með eldfimum efnum, 1. undirflokkur:

  Úðabrúsi með afar eldfimum efnum. Má ekki úða á opinn eld eða annan íkveikjuvald.

  Hættumerkið GHS02 eins og það kemur fyrir í V. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 sem innleidd er með reglugerð nr. 415/2014.

 3. Úðabrúsi með eldfimum efnum, 2. undirflokkur:

  Úðabrúsi með eldfimum efnum. Má ekki úða á opinn eld eða annan íkveikjuvald.

  Hættumerkið GHS02 eins og það kemur fyrir í V. viðauka við reglugerð (EB) nr. 1272/2008 sem innleidd er með reglugerð nr. 415/2014.

Um úðabrúsa gilda að öðru leyti ákvæði reglugerðar nr. 260/2012 um úðabrúsa.

3. gr.

Í stað "XIV." í 6. gr. kemur: XIII. og XIV.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 7. tölul. 11. gr. efnalaga nr. 61/2013 og öðlast gildi 1. júní 2015.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 18. maí 2015.

F. h. r.

Sigríður Auður Arnardóttir.

Steinunn Fjóla Sigurðardóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.