Prentað þann 23. nóv. 2024
449/2019
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
1. gr.
Á eftir 8. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar verður til ný málsgrein svohljóðandi:
Ökumaður ökutækis sem skráð er til neyðaraksturs er við akstur ökutækisins undanþeginn kröfum um réttindi til aksturs í atvinnuskyni, að undanskildum aldursskilyrðum. Hann skal hafa fullnaðarskírteini fyrir B-flokk og gild ökuréttindi til að stjórna ökutækinu eftir því sem við á.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt heimild í 50. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, með síðari breytingum, öðlast þegar gildi.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 2. maí 2019.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.