Fara beint í efnið

Prentað þann 28. des. 2024

Breytingareglugerð

445/2011

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 605/2010 um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, notkun ökurita og eftirlit.

1. gr.

Í stað 1. málsliðar 2. mgr. í ákvæði til bráðabirgða komi eftirfarandi setning:

Heimilt er að nota hópbifreið til farþegaflutninga í atvinnuskyni, sem skráð hefur verið hér á landi fyrir 10-17 manns að ökumanni meðtöldum, þó hún sé ekki búin ökurita samkvæmt reglugerð þessari, hafi skráning farið fram fyrir 1. júlí 2011.

2. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 44. gr. a umferðarlaga nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.

Innanríkisráðuneytinu, 24. mars 2011.

Ögmundur Jónasson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.