Fara beint í efnið

Prentað þann 7. des. 2021

Breytingareglugerð

440/2021

Reglugerð um (3.) breytingu á reglugerð nr. 424/2015 um gildistöku ákvarðana og framseldra reglugerða framkvæmdastjórnarinnar (ESB) um röðun tiltekinna byggingarvara í flokka eftir nothæfi með tilliti til viðbragða við bruna, brunatæknilega flokkun á tilteknum vörum án þess að brunaprófun þurfi að fara fram, og aðferð við staðfestingu á samræmi byggingarvara skv. 60. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011 um byggingarvörur.

1. gr.

Við 3. tölul. 1. gr. reglugerðarinnar bætast þrír nýir stafliðir, l-n-liður, svohljóðandi:

  1. Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/1764/ESB frá 14. mars 2019 að því er varðar viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis rimlahandriðs- og rimlagirðingareininga sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í tengslum við byggingarmannvirki til að koma í veg fyrir fall og sem eiga ekki að verða fyrir lóðréttu álagi frá mannvirkinu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22/2021, 25. mars 2021, bls. 595-596.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/450/ESB frá 19. mars 2019 um birtingu evrópsku matsskjalanna fyrir byggingarvörur sem samin voru til stuðnings reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22/2021, 25. mars 2021, bls. 597-598.
  3. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/896/ESB frá 28. maí 2019 um breytingu á framkvæmdarákvörðun 2019/450/ESB að því er varðar evrópsk matsskjöl um skilveggjasamstæður sem eru ekki hluti af burðarvirki, kerfi sveigjanlegra og vatnsþéttandi þakplatna með þar til gerðum festingum, þunnar samsettar málmplötur, sveigjanlegar, holar smákúlur sem steypublanda, festibúnað fyrir þak og sjálfberandi, gagnsæjar þakeiningar sem eru klæddar plastplötum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22/2021, 25. mars 2021, bls. 599-601.

2. gr.

Við 2. gr. reglugerðarinnar bætast þrír nýir töluliðir, 23.-25. tölul., svohljóðandi:

  1. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/450/ESB frá 19. mars 2019 um birtingu evrópsku matsskjalanna fyrir byggingarvörur sem samin voru til stuðnings reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22/2021, 25. mars 2021, bls. 597-598.
  2. Framkvæmdarákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/896/ESB frá 28. maí 2019 um breytingu á framkvæmdarákvörðun 2019/450/ESB að því er varðar evrópsk matsskjöl um skilveggjasamstæður sem eru ekki hluti af burðarvirki, kerfi sveigjanlegra og vatnsþéttandi þakplatna með þar til gerðum festingum, þunnar samsettar málmplötur, sveigjanlegar, holar smákúlur sem steypublanda, festibúnað fyrir þak og sjálfberandi, gagnsæjar þakeiningar sem eru klæddar plastplötum samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22/2021, 25. mars 2021, bls. 599-601.
  3. Framseld ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar 2019/1764/ESB frá 14. mars 2019 að því er varðar viðeigandi kerfi til að meta og sannprófa stöðugleika nothæfis rimlahandriðs- og rimlagirðingareininga sem eingöngu eru ætlaðar til notkunar í tengslum við byggingarmannvirki til að koma í veg fyrir fall og sem eiga ekki að verða fyrir lóðréttu álagi frá mannvirkinu samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 305/2011. Ákvörðunin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi ESB nr. 22/2021, 25. mars 2021, bls. 595-596.

3. gr.

Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 1. tölul. 7. gr. laga nr. 114/2014 um byggingarvörur, öðlast þegar gildi.

Félagsmálaráðuneytinu, 9. apríl 2021.

Ásmundur Einar Daðason.

Gunnhildur Gunnarsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.