Prentað þann 23. nóv. 2024
401/2015
Reglugerð um breytingu á reglugerð um hámarksfjárhæð innheimtukostnaðar o.fl. nr. 37/2009.
1. gr.
Á eftir 6. gr. kemur ný grein er verður 6. gr. a, svohljóðandi:
Innheimtubætur skv. 6. gr. laga um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum skulu koma til frádráttar innheimtukostnaði skv. reglugerð þessari, hvort sem þeirra hefur verið krafist fyrir eða eftir innheimtuaðgerðir á grundvelli reglugerðar þessarar.
2. gr.
Reglugerð þessi, sem er sett með heimild í 6. gr. laga um greiðsludrátt í verslunarviðskiptum, nr. 8/2015 og 12. gr., sbr. 21. gr., innheimtulaga nr. 95/2008, öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 13. apríl 2015.
F. h. iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
Valgerður Rún Benediktsdóttir.
Brynhildur Pálmarsdóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.