Prentað þann 25. nóv. 2024
399/2021
Reglugerð um (8.) breytingu á reglugerð nr. 745/2016, um vigtun og skráningu sjávarafla, með síðari breytingum.
1. gr.
Við 1. mgr. 19. gr. reglugerðarinnar bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Að gættum ákvæðum þessarar málsgreinar er heimilt að veita leyfi til heimavigtunar á sjávargróðri með notkun ósjálfvirkrar vogar.
2. gr.
1. málsliður 2. mgr. 56. gr. reglugerðarinnar orðast svo: Þá er Fiskistofu heimilt að afturkalla vigtunarleyfi vinnslustöðva, fiskmarkaða eða annarra aðila sem fengið hafa vigtunarleyfi, sé ekki af þeirra hálfu farið að ákvæðum reglugerðar þessarar eða leyfisbréfa.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 57, 3. júní 1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, lögum nr. 151, 27. desember 1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands og lögum 116, 10. ágúst 2006, um stjórn fiskveiða, til að öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 23. mars 2021.
Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Arnór Snæbjörnsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.