Fara beint í efnið

Prentað þann 23. des. 2024

Breytingareglugerð

398/2021

Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 646/2007, um uppboðsmarkaði sjávarafla.

1. gr.

4. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Sjávarútvegsráðherra veitir leyfi til reksturs uppboðsmarkaða fyrir sjávarafla sem skulu vera ótímabundin. Rekstrarleyfi skal gefið út á nafn og kennitölu þess einstaklings eða lögaðila sem um ræðir og er óheimilt að framselja það til þriðja aðila. Skilyrði fyrir útgáfu rekstrarleyfis fyrir hverja starfsstöð er starfsleyfi starfsstöðvar samkvæmt lögum um matvæli, nr. 93/1995.

2. gr.

9. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Um húsnæði og búnað uppboðsmarkaðar og meðferð afla gilda lög um matvæli, nr. 93/1995, eftir því sem við á. Eingöngu er heimilt að reka starfsstöð uppboðsmarkaðar sjávarafla í húsnæði sem hefur til þess starfsleyfi samkvæmt lögum um matvæli.

3. gr.

1. málsl. 1. mgr. 12. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Standist sjávarafli ekki almennar kröfur samkvæmt lögum um matvæli, nr. 93/1995, skal hann ekki boðinn upp á uppboðsmarkaði.

4. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 5. gr. laga nr. 79/2007, um uppboðsmarkaði sjávarafla. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 24. mars 2021.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.