Fara beint í efnið

Prentað þann 25. jan. 2022

Breytingareglugerð

363/2020

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 676/2019, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020.

1. gr.

Við reglugerðina bætast tvö ný bráðabirgðaákvæði svohljóðandi:

I.

Þrátt fyrir 1. mgr. 5. gr. er Fiskistofu heimilt að taka til greina umsóknir um byggðakvóta sem bárust eftir umsóknarfrest í sveitarfélögum þar sem byggðakvóta hefur ekki þegar verið úthlutað.

II.

Heimilt er sveitarstjórnum að óska eftir að tímabundið verði vikið frá skilyrðum 1. mgr. 6. gr. um að landa afla innan hlutaðeigandi byggðarlags ef vinnsla liggur niðri vegna COVID-19 að hluta eða öllu leyti.

Sveitarstjórn skal senda tillögu til ráðuneytisins ásamt rökstuðningi um hvers vegna þörf er á tímabundinni undanþágu.

2. gr.

Reglugerð þessi er sett samkvæmt ákvæðum laga nr. 79/1997, um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands, laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og laga nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar og öðlast þegar gildi.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 21. apríl 2020.

Kristján Þór Júlíusson
sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jóhann Guðmundsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.