Prentað þann 10. jan. 2025
344/2017
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
1. gr.
Við 4. mgr. A. liðar 8. gr. reglugerðarinnar bætist 2. ml. sem orðast svo:
Heimilt er þó að nota sjálfskipta bifreið við verklegt próf í C1- og D1-flokki og skal það þá gefið til kynna með tákntölu í ökuskírteini.
2. gr.
4. mgr. 9. gr. reglugerðarinnar fellur brott.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á töflu í 10. gr. reglugerðarinnar:
- Í dálki með fyrirsögninni "2. Bóklegt nám fyrir hvern flokk - Stundir" í BE línu fellur talan "4" niður.
- Í dálki með fyrirsögninni "2. Bóklegt nám fyrir hvern flokk - Fækkun vegna fyrra náms - Flokkur" í C1E/D1E línu fellur "BE" niður.
- Í dálki með fyrirsögninni "2. Bóklegt nám fyrir hvern flokk - Fækkun vegna fyrra náms - Stundir" í C1E/D1E línu fellur talan "-4" niður.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 34. gr. reglugerðarinnar:
- Í 1. tl. 1. mgr. á milli "B-" og "T-flokkur" bætist við: BE-
- Í d-lið 3. tl. 1. mgr. fellur "BE-" brott.
5. gr.
40. gr. reglugerðarinnar breytist þannig:
- a-liður 1. tl. 1. mgr. verður svohljóðandi: B-, BE- og T-flokk.
- iv-liður c-liðar 1. tl. 1. mgr. verður svohljóðandi: C1E-, CE-, D1E- og DE-flokk.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 3. tl. í III. kafla I. viðauka við reglugerðina:
- Texti við tákntöluna 500 verður svohljóðandi: Löggilding ökukennara fyrir B- og BE-flokk.
- Texti við tákntöluna 525 verður svohljóðandi: Löggilding ökukennara fyrir AM-, A1-, A2-, A-, B- og BE-flokk.
7. gr.
Í IV. viðauka við reglugerðina undir 2. tl. fellur 13. mgr. (8. mgr. eftir töflu) brott.
8. gr.
Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í 52. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 31. mars 2017.
Jón Gunnarsson
samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.