Prentað þann 22. des. 2024
341/2021
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 586/2017 um innleiðingu viðauka við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL-samningur).
1. gr.
Reglugerð þessi, sem breytir reglugerð nr. 586/2017, er sett til innleiðingar á ákvæðum viðauka VI um varnir gegn loftmengun frá skipum, við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL 73/78) og síðari breytingum. Einnig er samræmdur texti um tilvísanir til viðauka I, II, III og V ásamt síðari breytingum.
2. gr.
Í 4. gr. reglugerðarinnar, undir "Hlutverk Umhverfisstofnunar", bætist við nýr töluliður sem orðist þannig:
- Vottun gagna um eldsneytisnotkun skipa og gagnaskil þar að lútandi til Alþjóðasiglingastofnunarinnar.
3. gr.
5. gr. reglugerðarinnar orðist svo:
Innleiðing viðauka við MARPOL-samning, ásamt breytingum.
Eftirfarandi viðaukar við alþjóðasamning um varnir gegn mengun frá skipum, 1973, með breytingum samkvæmt bókun 1978 (MARPOL 73/78) og síðari breytingar við viðaukana, öðlast gildi hér á landi:
Viðauki I um varnir gegn olíumengun frá skipum ásamt breytingum í ályktunum MEPC.117(52), MEPC.141(54), MEPC.164(56), MEPC.186(59), MEPC.187(59), MEPC.189(60), MEPC.190(60), MEPC.216(63), MEPC.235(65), MEPC.238(65), MEPC.246(66), MEPC.248(66), MEPC.66/21/Corr.1, MEPC.256(67), MEPC.265(68), MEPC.266(68), MEPC.276(70) og MEPC.314(74). Viðaukinn ásamt breytingum er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2017, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Ályktun MEPC.314(74) er birt í C-deild Stjórnartíðinda sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021 samkvæmt sömu heimild.
Viðauki II um varnir gegn mengun af völdum eitraðra efna í fljótandi formi sem flutt eru í geymum skipa ásamt breytingum í ályktunum MEPC.118(52), MEPC.216(63), MEPC.238(65), MEPC.246(66), MEPC.265(68), MEPC.270(69), MEPC.314(74) og MEPC.315(74). Viðaukinn ásamt breytingum er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2017, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Ályktanir MEPC.314(74) og MEPC.315(74) eru birtar í C-deild Stjórnartíðinda sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021 samkvæmt sömu heimild.
Viðauki III um varnir gegn mengun af völdum skaðlegra efna sem flutt eru í pökkuðu formi ásamt breytingum í ályktunum MECP.193(61), MEPC.246(66) og MEPC.257(67). Viðaukinn er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.
Alþjóðlegur kóði um siglingu með hættulegan varning (IMDG-kóði), ásamt síðari breytingum, sem gildir samkvæmt viðauka III við MARPOL-samninginn. Kóðinn er birtur á heimasíðu Samgöngustofu í samræmi við 9. gr. a. laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, sbr. lög nr. 25/2018.
Viðauki V um varnir gegn sorpmengun frá skipum ásamt breytingum í ályktunum MEPC.201(62), MEPC.62/24/Corr.1, MEPC.216(63), MEPC.246(66), MEPC.265(68), MEPC.277(70) og MEPC.314(74). Viðaukinn er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2017, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað. Ályktun MEPC.314(74) er birt sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021 samkvæmt sömu heimild.
Viðauki VI um varnir gegn loftmengun frá skipum ásamt breytingum í ályktunum MEPC.176(58), MEPC.190(60), MEPC.194(61), MEPC.202(62), MEPC.62/24/Corr.4, MEPC.203(62), MEPC.62/24/Corr.1, MEPC.217(63), MEPC.247(66), MEPC.251(66), MEPC.66/21/Corr.1, MEPC.258(67), MEPC.271(69), MEPC.278(70), MEPC.286(71), MEPC.301(72), MEPC.305(73) og MEPC.316(74). Viðaukinn ásamt breytingunum er birtur á ensku í C-deild Stjórnartíðinda, sem fylgiskjal við auglýsingu nr. 2/2021, með heimild í 2. mgr. 4. gr., sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 15/2005 um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað.
Alþjóðlegur kóði um stjórn á losun köfnunarefnisoxíða frá vélum skipa (NOx-kóði), ásamt síðari breytingum, sem gildir samkvæmt viðauka VI við MARPOL-samninginn. Kóðinn er birtur á heimasíðu Samgöngustofu í samræmi við 9. gr. a. laga nr. 119/2012 um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, sbr. lög nr. 25/2018.
4. gr.
Við IV. kafla reglugerðarinnar bætast eftirfarandi ákvæði:
6. gr. a.
Séríslensk ákvæði vegna viðauka VI við MARPOL-samninginn.
6.a.1 Ósoneyðandi efni.
Innleiðing á viðauka VI við MARPOL-samninginn skv. 5. gr. hefur ekki áhrif á gildi reglugerðar nr. 970/2013 um efni sem valda rýrnun ósonlagsins sem innleiðir tilteknar gerðir Evrópusambandsins sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn.
6.a.2 Köfnunarefnisoxíð.
Dísilvélar í íslenskum skipum sem eru í innanlandssiglingum og smíðuð voru fyrir 19. maí 2005 og dísilvélar sem undirgengust meiri háttar breytingar fyrir 19. maí 2005 eru undanþegnar reglu 13 í viðauka VI við MARPOL-samninginn.
Skip undir 400 brúttótonnum, smíðuð eftir 19. maí 2005 en fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, þurfa að geta framvísað gögnum í samræmi við reglu 13, ef eftir þeim er óskað.
6.a.3 Brennisteinsoxíð (SOx) og svifryk.
Innleiðing á viðauka VI við MARPOL-samninginn skv. 5. gr. hefur ekki áhrif á gildi reglugerðar nr. 124/2015 um brennisteinsinnihald í tilteknu fljótandi eldsneyti sem innleiðir tilteknar gerðir Evrópusambandsins sem teknar hafa verið upp í EES-samninginn.
6.a.4 Orkunýtni skipa.
Ákvæði 4. kafla í viðauka VI við MARPOL-samninginn gilda ekki um íslensk skip sem eru eingöngu í siglingum innan íslenskrar mengunarlögsögu. Þau skip skulu þó fara eftir ákvæðum 4. kafla í viðaukanum eftir því sem framkvæmanlegt og raunhæft getur talist.
Reglur 20 og 21 í 4. kafla í viðauka VI, um orkunýtni skipa, gilda ekki um skip sem eru 400 brúttótonn eða stærri, nema í eftirfarandi tilvikum:
- smíðasamningur er gerður 1. janúar 2017 eða síðar,
- smíðasamningur er ekki fyrir hendi, en kjölurinn hefur verið lagður eða smíði er á svipuðu stigi 1. júlí 2017 eða síðar,
- afhending skipsins er 1. júlí 2019 eða síðar, eða
- meiriháttar breyting á nýju eða gömlu skipi eins og hún er skilgreind í reglu 2.24 í viðauka VI við MARPOL-samninginn, fer fram þann 1. janúar 2017 eða síðar og þar sem regla 5.4.2 og 5.4.3 um skoðanir í 2. kafla viðauka VI gildir.
5. gr. Lagastoð og gildistaka.
Reglugerð þessi er sett með stoð í v-lið 6. gr. laga nr. 33/2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda, með síðari breytingum.
Reglugerð þessi tekur þegar gildi.
Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, 12. mars 2021.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson.
Sigríður Auður Arnardóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.