Prentað þann 2. jan. 2025
341/2014
Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 433/2013, stjórn veiða á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC) utan lögsögu ríkja.
1. gr.
4. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Um tilkynningar vegna veiða skv. þessari reglugerð gilda ákvæði reglugerðar nr. 285/2014, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), með síðari breytingum.
2. gr.
6. gr. reglugerðarinnar orðast svo:
Veiðar á karfa (S.Mentella) í Síldarsmugunni (ICES svæði I+II), austan 22°V eru heimilar frá og með 1. ágúst til og með 31. desember 2014. Sameiginlegar aflaheimildir aðildarríkja NEAFC fyrir árið 2014 eru 19.500 lestir. Þennan afla skal skrá sem "RED" í tilkynningarkerfinu.
Fiskistofa tilkynnir leyfishöfum þegar 80% magnsins er náð. Þegar sameiginlegar aflaheimildir aðildarríkja NEAFC fyrir árið 2014 eru uppurnar skal Fiskistofa afturkalla öll útgefin veiðileyfi.
Við uppreikning á hausuðum og slægðum karfa í afla upp úr sjó skal miða við stuðulinn 1,70.
3. gr.
Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 8. apríl 2014.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Jóhann Guðmundsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.