Fara beint í efnið

Prentað þann 27. jan. 2022

Breytingareglugerð

339/2014

Reglugerð um (1.) breytingu á reglugerð nr. 431/2013, um stjórn veiða á djúpsjávartegundum á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC).

1. gr.

3. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Við veiðar skv. 1. gr. skulu fiskiskip búin fjarskiptabúnaði sem sendir upplýsingar með sjálfvirkum hætti til Eftirlitsstöðvarinnar, um staðsetningu, stefnu og hraða skipsins á klukkustundar fresti.

Óheimilt er að halda úr höfn til veiða fyrr en starfsmenn Eftirlitsstöðvarinnar hafa staðfest til skipstjóra að eftirlitsbúnaðurinn starfi eðlilega.

Ef eftirlitsbúnaðurinn bilar, skal gert við hann við komu í næstu höfn. Þar til búnaðinum verður komið í lag, skal senda á annan hátt upplýsingar um staðsetningu, stefnu og hraða skipsins, á 4 klukkustunda fresti til Eftirlitsstöðvarinnar.

2. gr.

8. gr. reglugerðarinnar orðast svo:

Um tilkynningar vegna veiða skv. þessari reglugerð gilda ákvæði reglugerðar nr. 285/2014, um veiðieftirlit á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), með síðari breytingum.

3. gr.

Reglugerð þessi er sett með heimild í lögum nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands, lögum nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða og lögum nr. 57/1996, um umgengni um nytjastofna sjávar, með síðari breytingum. Reglugerðin öðlast þegar gildi.

Reglugerð þessi er sett til samræmis við skuldbindingar Íslands vegna aðildar að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndinni (NEAFC).

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 7. apríl 2014.

F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,

Jóhann Guðmundsson.

Baldur P. Erlingsson.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.