Prentað þann 14. mars 2025
293/2003
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 391/1998, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, með síðari breytingum.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 20. gr. reglugerðarinnar:
a. | Á eftir orðinu "núvirði" í 1. málsl. kemur: verðtryggðra |
b. | Á eftir 1. málsl. koma tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Sé innlent verðbréf óverðtryggt skal núvirði bréfsins metið miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu, auk verðbólguálags sem svarar til verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands á hverjum tíma. Öll erlend verðbréf með föstum tekjum skulu metin miðað við 3,5% ávöxtunarkröfu. |
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 21. gr. reglugerðarinnar:
a. | Við greinina bætast tveir nýir málsliðir, sem verða 1. og 2. málsl., svohljóðandi: Eignir í hlutdeildarskírteinum verðbréfasjóða sem fjárfesta eingöngu í verðbréfum með föstum tekjum skal meta í samræmi við 20. gr. Heimilt er að miða við meðallíftíma og meðalávöxtun verðbréfa sem núvirt eru með sömu ávöxtunarkröfu. |
b. | Á eftir orðinu "verðmæti" í 1. málsl., sem verður 3. málsl., kemur: annarra |
3. gr.
Á eftir 21. gr. reglugerðarinnar bætist við ný grein, 21. gr. a, svohljóðandi:
Mat bundinna innlána.
Eignir í bundnum innlánsreikningi þar sem innistæðan er bundin í að minnsta kosti eitt ár skulu endurmetnar í samræmi við 20. gr. Fyrir skal liggja skriflegur samningur á milli lífeyrissjóðsins annars vegar og innlánsstofnunar hins vegar, þar sem fram koma lánstími, vaxtakjör, lágmarksvextir ef við á og heimildir til úttektar vaxtatekna.
4. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er með stoð í 56. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, tekur til tryggingafræðilegrar athugunar á fjárhag lífeyrissjóða í lok árs 2003 og síðar. Reglugerðin öðlast þegar gildi.
Fjármálaráðuneytinu, 16. apríl 2003.
F. h. r.
Maríanna Jónasdóttir.
Ólafur Páll Gunnarsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.