Prentað þann 4. nóv. 2024
217/2012
Reglugerð um gildistöku reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 546/2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar innanlandsáætlanir um varnir gegn riðuveiki og viðbótarábyrgðir og undanþágu frá tilteknum kröfum í ákvörðun 2003/100/EB og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1874/2003.
1. gr.
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í I. kafla, I. viðauka skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af I. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 133/2007 frá 1. maí 2010:
Reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 546/2006 frá 31. mars 2006 um framkvæmd reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 999/2001 að því er varðar innanlandsáætlanir um varnir gegn riðuveiki og viðbótarábyrgðir og undanþágu frá tilteknum kröfum í ákvörðun 2003/100/EB og um niðurfellingu reglugerðar (EB) nr. 1874/2003.
2. gr.
Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 68, frá 15. desember 2011, bls. 150.
3. gr.
Ákvæði 2.3, 3., 4., 5., 6. töluliðar í kafla A í viðauka VII um útrýmingu smitandi heilahrörnunar í sauðfé og geitum, í reglugerð nr. 999/2001 með síðari breytingum, gildir ekki um Ísland.
Þar sem fram hefur farið niðurskurður vegna riðu skal þó einungis heimilt að flytja líflömb sem ekki hafa VRQ arfgerðina á búið.
4. gr.
Ákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 999/2001 með síðari breytingum, kafla A, B, D, viðauka VIII, um viðskipti með lifandi dýr á Evrópska efnahagssvæðinu og útflutning lifandi dýra til landa utan Evrópska efnahagssvæðisins, og kafla A, B, D, E og H í viðauka IX, að því er varðar innflutning lifandi dýra inn á Evrópska efnahagssvæðið, gildir ekki um Ísland.
5. gr.
Matvælastofnun fer með eftirlit með því að ákvæðum þessarar reglugerðar sé framfylgt í samræmi við lög nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
6. gr.
Um brot gegn reglugerð þessari fer samkvæmt XI. kafla laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum, og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim.
7. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í lögum nr. 93/1995 um matvæli, lögum nr. 96/1997 um slátrun og sláturafurðir og lögum nr. 25/1993 um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, og öðlast þegar gildi.
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu, 27. febrúar 2012.
F. h. r.
Sigurgeir Þorgeirsson.
Baldur P. Erlingsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.