Fara beint í efnið

Prentað þann 21. nóv. 2024

Brottfallin reglugerð felld brott 10. júní 2023

206/2018

Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 741/2009 um markaðsgreiningar á sviði fjarskipta.

1. gr.

Í stað "5. nóvember 2008" í 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar komi: 11. maí 2016.

2. gr.

b. liður 24. gr. reglugerðarinnar orðist svo:

Tilmæli Eftirlitsstofnunar EFTA frá 11. maí 2016 um viðeigandi vöru- og þjónustumarkaði á sviði rafrænna fjarskipta sem geta gefið tilefni til fyrirframálagningar kvaða í samræmi við ákvæði gerðarinnar sem um getur í XI. viðauka EES-samningsins, lið 5cl (tilskipunar Evrópuþingsins og ráðsins 2002/21/EB um sameiginlegan regluramma um rafræn fjarskiptanet og -þjónustu), með áorðnum breytingum skv. aðlögunarákvæðum í bókun 1 með EES-samningnum og aðlögunarákvæðum vegna einstakra atvinnugreina í XI. viðauka samningsins, sbr. ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA nr. 093/16/COL sem birtist í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 20, frá 30. mars 2017, bls. 1.

3. gr.

Í stað "nr. 193/04/COL frá 14. júlí 2004" í c. lið 24. gr. reglugerðarinnar komi: frá 2. desember 2009.

4. gr.

Í stað viðauka við reglugerðina kemur nýr viðauki sem birtur er með reglugerð þessari.

5. gr. Gildistaka.

Reglugerð þessi er sett með stoð í 3. mgr. 18. gr. laga um fjarskipti, nr. 81/2003, sbr. 75. gr. sömu laga, og öðlast þegar gildi.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, 5. febrúar 2018.

Sigurður Ingi Jóhannsson.

Ragnhildur Hjaltadóttir.

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.