Fara beint í efnið

Prentað þann 29. mars 2024

Eldri útgáfa reglugerðar gilti á tímabilinu 8. des. 2012 – 1. maí 2018 Sjá núgildandi
Sýnir breytingar gerðar 8. des. 2012 af rg.nr. 1049/2012

205/2009

Reglugerð um lögreglustjórasáttirlögreglustjórasektir.

1. gr. Markmið og gildissvið.

Markmið reglugerðar þessarar er að samræma meðferð mála sem lögreglustjórum er heimilt að ljúka skv. 148. - 150. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008.

Ákvæði reglugerðarinnar taka til mála sem heimilt er að ljúka með sekt á vettvangi, sektarboði lögreglustjóra og til mála sem lögreglustjóra er heimilt að ljúka með sektargerð sem sakborningur gengst undir með undirritun sinni. Sekt á vettvangi, sektarboð og sektargerðir lögreglustjóra teljast til lögreglustjórasáttaögreglustjórasekta.

2. gr. Lögregluskýrslur.

Gera skal lögregluskýrslu um öll brot sem lögregla hefur komist að eða kærð hafa verið til lögreglu. Efni og umfang lögregluskýrslu skal vera í samræmi við eðli brots og alvarleika. Leitast skal við að staðla sem mest lögregluskýrslur vegna algengra minniháttar brota.

3. gr. Heimild til að ljúka málum með lögreglustjórasátt.lögreglustjórasekt.

Berist lögreglustjóra kæra um brot sem heyrir undir ákæruvald hans samkvæmt lögum um meðferð sakamála og brotið er tilgreint á skrá ríkissaksóknara skv. 3. mgr. 149. gr. þeirra laga, er honum heimilt að ljúka því með lögreglustjórasáttlögreglustjórasekt, enda telji hann viðurlög við broti ekki fara fram úr tímabundinni ökuréttarsviptingu eða verðmæti þess sem gera á upptækt eða fjárhæð sektar fari ekki fram úr kr. 500.000.

Þegar mál hefur verið skráð í málaskrá ákveður lögreglustjóri hvort því megi ljúka með lögreglustjórasáttlögreglustjórasekt og kannar hvort máli verði lokið án frekari rannsóknar. Eigi lyktir máls að færast í sakaskrá samkvæmt reglugerð um sakaskrá ríkisins er óheimilt að ljúka því með sektarboði skv. 6. gr. eða sáttsekt á vettvangi skv. 7. gr.

Ákærendur ákvarða sektir skv. 6. og 8. gr. Lögreglustjóra er heimilt að fela öðrum starfsmönnum, þ.m.t. lögreglumönnum, að ákvarða sektir skv. 6. gr., þ.m.t. 5. mgr. þeirrar greinar. Lögreglumenn annast afgreiðslu sáttasekta á vettvangi skv. 7. gr.

4. gr. Lögsagnarumdæmi.

Lögreglustjóri í umdæmi þar sem brot var framið, tekur ákvörðun um það hvort sakborningi skuli gefinn kostur á að ljúka máli með sektarboði skv. 6. gr. eða sáttsekt á vettvangi skv. 7. gr. Hann skal ennfremur að jafnaði annast alla afgreiðslu málsins.

Mál sem heimilt er að ljúka með sektargerð skulu að jafnaði rekin í umdæmi þar sem sakborningur á lögheimili eða fastan dvalarstað. Lögreglustjóra í umdæmi þar sem brot var framið í ber, ef því er að skipta, að senda málið ásamt rannsóknargögnum svo fljótt sem unnt er til lögreglustjóra í því umdæmi sem sakborningur á lögheimili eða fastan dvalarstað.

5. gr. Sektarfjárhæðir og önnur viðurlög.

Um viðurlög vegna brota á umferðarlögum gilda ákvæði reglugerðar um sektir og önnur viðurlög vegna brota á umferðarlögum og reglum settum samkvæmt þeim.

Um viðurlög vegna annarra brota sem lögreglustjórar hafa ákæruvald um, og heimild skv. 1. mgr. 3. gr. nær til, fer samkvæmt skrá ríkissaksóknara skv. 3. mgr. 149. gr. laga um meðferð sakamála.

6. gr. Sektarboð lögreglustjóra skv. 150. gr. laga um meðferð sakamála.

Ákveði lögreglustjóri að gefa sakborningi kost á að ljúka máli með greiðslu sektar allt að kr. 100.000 og niðurstaða máls færist ekki í sakaskrá, sendir hann sakborningi innan mánaðar frá því honum barst kæra, greiðsluseðil með sektarboði.

Í sektarboði skal koma fram dagsetning sektarboðs, nafn sakbornings, kennitala og heimilisfang, númer máls, stutt lýsing á broti, hvar og hvenær það var framið og þau refsiákvæði sem það varðar við. Greint skal frá því að sakborningur eigi þess kost að ljúka máli með greiðslu tiltekinnar sektar innan 30 daga frá dagsetningu sektarboðs. Í sektarboði skal tekið fram að greiði sakborningur sektina færist þau málalok ekki í sakaskrá. Þegar um umferðarlagabrot er að ræða skal, ef því er að skipta, koma fram í sektarboði hversu mörgum punktum brot varði samkvæmt reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota.

Ákveði lögreglustjóri að nýta sér heimild umferðarlaga til að veita afslátt af sektarfjárhæð skal koma fram í sektarboði að veittur sé afsláttur ef sektin ásamt sakarkostnaði greiðist að fullu innan 30 daga frá dagsetningu sektarboðs.

Ef sakborningur sinnir ekki sektarboði skal senda honum, innan 10 daga frá lokum frestsins, ítrekun þar sem honum er gefinn 30 daga frestur til að samþykkja sektarboðið með greiðslu. Þá skal koma fram í ítrekunarbréfi að sinni sakborningur ekki sektarboði sendi lögreglustjóri málið héraðsdómara til ákvörðunar sektar og vararefsingar. Ítrekun sektarboðs samkvæmt þessari grein skal birta með sannanlegum hætti fyrir sakborningi eða öðrum þeim sem birta mætti stefnu fyrir á hendur sakborningi í einkamáli.

Nú vill sakborningur ljúka máli með greiðslu sektar samkvæmt þessari grein og kemur á skrifstofu lögreglustjóra innan 30 daga frá dagsetningu sektarboðs, og er þá heimilt að gefa honum kost á að gangast skriflega undir sektargreiðslu og vararefsingu með sektargerð skv. 8. gr.

Ef lögreglustjóri telur að ekki séu að svo stöddu skilyrði til að ljúka máli með sektarboði skv. 1. mgr., getur hann að lokinni frekari rannsókn valið á milli þess að senda út sektarboð eða bjóða sakborningi að ljúka máli með sektargerð skv. 8. gr.

Ef sakborningur hafnar sektarboði, skal lögreglustjóri taka ákvörðun um saksókn eftir almennum reglum laga um meðferð sakamála.

7. gr. Sekt á vettvangi skv. 148. gr. laga um meðferð sakamála.

Lögreglustjóra er heimilt að fela lögreglumönnum að bjóða vegfarendum, sem þeir standa að brotum á umferðarlögum eða reglum settum samkvæmt þeim, að ljúka málum með greiðslu sektar á vettvangi og taka við greiðslu, þ. á m. með kreditkortum. Ákvæði þetta tekur aðeins til mála sem heimilt er að ljúka skv. 6. gr. Skýrsla sem gerð er á vettvangi skal skráð á eyðublað sem útgefið er af ríkislögreglustjóra.

 Ef brot er játað á vettvangi en sekt ekki greidd á staðnum skal senda sakborningi greiðsluseðil og sektina til innheimtu hjá Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar.

 Á greiðsluseðli skal koma fram dagsetning greiðsluseðils, nafn sakbornings, kennitala hans og heimilisfang, númer máls, stutt lýsing á broti, hvar og hvenær það var framið og þau refsiákvæði sem við eiga. Greint skal frá því að sakborningur eigi þess kost að ljúka máli með greiðslu sektarinnar innan 30 daga frá dagsetningu greiðsluseðils. Á greiðsluseðli skal tekið fram að greiði sakborningur sektina færist þau málalok ekki á sakaskrá. Þegar um umferðarlagabrot er að ræða skal, sem auk sektar varðar punktum, koma fram á greiðsluseðli hversu mörgum punktum brot varði samkvæmt reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota.

 Ákveði lögreglustjóri að nýta heimild umferðarlaga til að veita afslátt af sektarfjárhæð skal koma fram á greiðsluseðli að veittur sé afsláttur ef sektin ásamt sakarkostnaði greiðist að fullu innan 30 daga frá dagsetningu greiðsluseðils.

 Ef sakborningur sinnir ekki greiðsluskyldu sinn skal senda honum, innan 10 daga frá lokum frestsins skv. 4. mgr., ítrekun þar sem honum er gefinn 30 daga frestur til að greiða eða semja um greiðslu sektar. Þá skal koma fram í ítrekunarbréfi að sinni sakborningur ekki ítrekunni kann að verða krafist aðfarar samkvæmt 4. tl. 1. mgr. 1. gr. aðfararlaga nr. 90/1989 án frekari fyrirvara.

8. gr. Sektargerðir lögreglustjóra skv. 149. gr. laga um meðferð sakamála.

Ákveði lögreglustjóri að gefa sakborningi kost á að ljúka máli með sektargerð, sendir hann honum, innan mánaðar frá því honum barst kæra, kvaðningu um að mæta á skrifstofu lögreglustjóra innan 14 daga frá dagsetningu þess.

Í kvaðningu um að ljúka máli með sektargerð skal koma fram dagsetning, nafn sakbornings, kennitala og heimilisfang, númer máls, stutt lýsing á broti, hvar og hvenær það var framið, refsiákvæði sem það varðar við og að sakborningi verði gefinn kostur á að ljúka málinu með sektargerð. Í kvaðningu skal tilgreina fjárhæð sektar auk sakarkostnaðar þegar um hann er að ræða, tímalengd sviptingar ökuréttar og upptöku eigna, ef því er að skipta. Þá skal tilgreina lagagrundvöll vararefsingar og tímalengd fangelsis. Vararefsing ákvarðast samkvæmt ákvæðum almennra hegningarlaga. Taka skal fram hvort niðurstaða máls færist í sakaskrá og ennfremur að málalok hafi sama gildi um ítrekunaráhrif og dómur ef því er að skipta. Þegar um umferðarlagabrot er að ræða skal koma fram í kvaðningu, ef því er að skipta, hversu mörgum punktum brot varði samkvæmt reglugerð um ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota.

Ákveði lögreglustjóri að nýta sér heimild umferðarlaga til að veita afslátt af sektarfjárhæð skal það koma fram í kvaðningu til sakbornings að veittur sé afsláttur ef sektin og sakarkostnaður greiðist að fullu innan 30 daga frá dagsetningu sektargerðar. Afsláttur skal ekki veittur af sakarkostnaði. Heimild til að veita afslátt af sekt gildir þó ekki ef sektargerð er gerð í kjölfar sektarboðs sem sakborningur hefur ekki sinnt.

Ef sakborningur kemur á skrifstofu lögreglustjóra innan frestsins, játar brot og lýsir sig reiðubúinn til að ljúka máli með þeim hætti sem fram kemur í kvaðningu, gengst hann skriflega undir sektargerð með undirritun sinni á gerðina. Á sektargerð skal koma fram hvenær hún var samþykkt og skal gerðin jafnframt undirrituð af ákæranda og þeim starfsmanni lögreglustjóra sem annast birtingu. Heimilt er að veita allt að 30 daga frest til greiðslu sektar og sakarkostnaðar samkvæmt sektargerð. Leiðbeina skal sakborningi um þýðingu vararefsingar.

Ef sakborningur greiðir ekki sekt og sakarkostnað samkvæmt sektargerð, enlýsir kemuryfir ávilja skrifstofutil lögreglustjóraað greiða innan 30 daga frá undirritun gerðarinnar, er heimilt að gera við hann afborgunarsamning til allt að sexeins mánaðaárs. Afborgunarsamningur skal hafa ákvæði þess efnis að verði dráttur á greiðslu einstakra afborgana sé öll sektin í gjalddaga fallin. Einnig skal koma fram að fjárnám megi gera til fullnustu sektargerðar eða vararefsing verði afplánuð. Heimilt er að veita lengri greiðslufrest en eitt ár ef sérstakar aðstæður eru fyrir hendi.

Ef sakborningur sinnir ekki kvaðningu skal senda honum, innan 10 daga frá lokum frestsins, ítrekun þar sem honum er gefinn 14 daga frestur til að koma á skrifstofu lögreglustjóra og gangast skriflega undir sektargerð. Þá skal koma fram í ítrekunarbréfi að sinni sakborningur ekki kvaðningunni eða hafnar að ljúka máli með sektargerð, taki lögreglustjóri ákvörðun um saksókn eftir almennum reglum laga um meðferð sakamála.

9. gr. Greiðslufall sektar.

Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar annast innheimtu sekta.

Innheimtumiðstöð sekta og sakarkostnaðar ber að leita fullnustu sektar, og sakarkostnaðar ef því er að skipta, með aðför, nema talið verði að það sé þýðingarlaust. Um aðför fer eftir fyrirmælum laga um aðför eftir sátt sem komist hefur á fyrir yfirvaldi.

10. gr. Afplánun vararefsingar.

Ef innheimtuaðgerðir teljast þýðingarlausar eða fullreyndar, skal eftir atvikum að höfðu samráði við Fangelsismálastofnun, beita vararefsingu til fullnustu sektar. Tilkynning um fyrirhugaða afplánun vararefsingar skal send sakborningi þegar ljóst þykir að innheimtutilraunir muni ekki bera árangur. Tilkynningu skal senda með sannanlegum hætti.

Sé sekt hvorki greidd né fullnægjandi trygging sett fyrir greiðslu og tilkynning skv. 1. mgr. hefur verið send, skal ákveða stað og stund fyrir afplánun vararefsingar. Ekki skal líða lengri tími en eitt ár frá sektarákvörðun þar til slík beiðni er send stofnuninni. Um fullnustu sektar með vararefsingu fer eftir lögum um fullnustu refsinga.

11. gr. Innheimtukerfi fyrir sektir.

Á öllum stigum sektarákvörðunar og innheimtu skulu upplýsingar um stöðu máls skráðar þannig að unnt sé á skjótan og einfaldan hátt að fá yfirlit um stöðu máls hverju sinni.

12. gr. Eftirlit ríkissaksóknara.

Senda skal ríkissaksóknara skýrslur um málalok samkvæmt ákvæðum reglugerðar þessarar eftir þeim reglum sem hann ákveður.

Telji ríkissaksóknari að saklaus maður hafi verið látinn gangast undir lögreglustjórasáttlögreglustjórasekt eða að málalok hafi verið fjarstæð að öðru leyti, getur hann innan mánaðar frá því að honum barst vitneskja um þau, fellt sáttinasektina úr gildi, enda sé þá ekki liðið ár frá málalokum.

13. gr. Gildistaka o.fl.

Reglugerð þessi, sem sett er með heimild samkvæmt 1. mgr. 151. gr. laga um meðferð sakamála, nr. 88 12. júní 2008, öðlast þegar gildi.

Frá sama tíma fellur úr gildi reglugerð um lögreglustjórasáttir, nr. 569 21. september 1998, ásamt síðari breytingu.

 Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 4. febrúar 2009. 

 Ragna Árnadóttir. 

 Gunnar Narfi Gunnarsson. 

Fyrirvari

Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.

Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.