Prentað þann 24. nóv. 2024
199/2012
Reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 830/2011 um ökuskírteini.
1. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. reglugerðarinnar:
Í stað "við móttöku skírteinisins" í 1. mgr. komi: við afhendingu umsóknar.
2. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. reglugerðarinnar:
3. og 4. málsliðir 18. tölul. verða að sérstökum málsgreinum sem koma í kjölfar 18. tölul.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. reglugerðarinnar:
Í stað "2. tölulið þessarar greinar" í 1. málsl. 4. mgr. A-liðar komi: B-lið þessarar greinar.
4. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 19. gr. reglugerðarinnar:
Í stað "10. september 2012" í 3. mgr. komi: 10. september 2013.
5. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 29. gr. reglugerðarinnar:
Á eftir 1. mgr. kemur ný málsgrein, 2. mgr., svohljóðandi:
Ökuskírteini sem gefið er út í ríki sem er ekki aðili að Evrópska efnahagssvæðinu, svo og ökuskírteini sem gefið er út á grundvelli slíks ökuskírteinis, veitir handhafanum rétt til að stjórna sömu ökutækjum hér á landi og það heimilar að stjórna í útgáfulandinu í allt að einn mánuð eftir að skilyrðum um fasta búsetu er fullnægt, sbr. þó 3. og 4. mgr.
6. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 31. gr. reglugerðarinnar:
2. mgr. fellur brott.
7. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 35. gr. reglugerðarinnar:
Í stað 1. tölul. 1. mgr. kemur nýr 1. tölul. 1. mgr., svohljóðandi:
fullnægi ökukennarinn enn skilyrðum 2. tölul. 1. mgr. 33. gr. til útgáfu löggildingar,
8. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða:
Í stað "1. mars 2012" í niðurlagi ákvæðis til bráðabirgða kemur: 1. janúar 2013.
9. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á I. viðauka við reglugerðina:
- Í stað "4. mgr. 8. gr." í tölulið 10.02 í III. kafla, kemur: 4. mgr. A-liðar 8. gr.
- Í stað "5. mgr. 8. gr." í tölulið 78 í III. kafla, kemur: 4. mgr. A-liðar 8. gr.
10. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á IV. viðauka við reglugerðina:
Í stað 3. mgr. 1. tölul. kemur ný 3. mgr. 1. tölul., svohljóðandi:
Þegar ökutæki, sem notað er við kennslu eða próf er búið sérstökum hjálparbúnaði skal vera unnt að taka búnaðinn úr notkun. Til hjálparbúnaðar telst:
- hallahemill,
- stillanlegur hraðatakmarkari,
- sjálfvirkur bilskynjari,
- veglínuskynjari,
- bakkskynjari, bakkmyndavél eða búnaður sem gerir auðveldara að leggja ökutæki, og
- annar sambærilegur búnaður ökutækis sem notaður er til ökukennslu eða ökuprófs.
11. gr.
Reglugerð þessi, sem sett er samkvæmt 50., 52., 54., 57. og 60. gr. umferðarlaga, nr. 50/1987, öðlast þegar gildi.
Innanríkisráðuneytinu, 23. febrúar 2012.
Ögmundur Jónasson.
Ragnhildur Hjaltadóttir.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.