Prentað þann 8. jan. 2025
181/2015
Reglugerð um (2.) breytingu á reglugerð nr. 1294/2014 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda.
1. gr.
-
1. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Ákvæði samningsins um Evrópska efnahagssvæðið sem vísað er til í XII. kafla, II. viðauka, skulu öðlast gildi með breytingum og viðbótum sem leiðir af II. viðauka, bókun 1 við samninginn og öðrum ákvæðum hans. Á grundvelli eftirtalinna ákvarðana sameiginlegu EES-nefndarinnar öðlast eftirfarandi ESB-gerðir gildi hér á landi:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011 frá 25. október 2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda, um breytingu á reglugerðum Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 1924/2006 og (EB) nr. 1925/2006 og um niðurfellingu á tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 87/250/EBE, tilskipun ráðsins 90/496/EBE, tilskipun framkvæmdastjórnarinnar 1999/10/EB, tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/13/EB, tilskipunum framkvæmdastjórnarinnar 2002/67/EB og 2008/5/EB og reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (EB) nr. 608/2004. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 214/2014, frá 1. nóvember 2014.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 1155/2013 frá 21. ágúst 2013 um breytingu á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda að því er varðar upplýsingar um að matvæli séu glútenlaus eða glútenskert. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 216/2014, frá 1. nóvember 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73, frá 4. desember 2014, bls. 467.
- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 78/2014 frá 22. nóvember 2013 um breytingu á II. og III. viðauka við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011 um miðlun upplýsinga um matvæli til neytenda að því er varðar tilteknar kornvörur sem valda ofnæmi eða óþoli og matvæli með viðbættum plöntusterólum, plöntusterólestrum, plöntustanólum eða plöntustanólestrum. Reglugerðin var felld inn í EES-samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 217/2014, frá 1. nóvember 2014. Reglugerðin er birt í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins nr. 73, frá 4. desember 2014, bls. 468.
-
2. gr. reglugerðarinnar verður svohljóðandi:
Ofangreind reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1169/2011, skv. 1. tl. 1. gr., er birt sem fylgiskjal við reglugerð þessa.
2. gr.
Reglugerð þessi er sett með stoð í 15. og 31. gr. a laga nr. 93/1995 um matvæli, með síðari breytingum.
3. gr.
Reglugerð þessi öðlast þegar gildi.
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 10. febrúar 2015.
F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra,
Ólafur Friðriksson.
Eggert Ólafsson.
Fyrirvari
Reglugerðir eru birtar í B-deild Stjórnartíðinda skv. 3. gr. laga um Stjórnartíðindi og Lögbirtingablað, nr. 15/2005, sbr. reglugerð um útgáfu Stjórnartíðinda nr. 958/2005.
Sé misræmi milli þess texta sem birtist hér í safninu og þess sem birtur er í útgáfu B-deildar Stjórnartíðinda skal sá síðarnefndi ráða.